Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 159
JÖRÐ
157
grad við kapphlaupið um kjarnorkuna. í Atomgrad er vinnu-
dagurinn 24 klukkustundir, og helgidagar eru ekki til. Það er
unnið í deildum, og liver deild vinnur í þrjár stundir. Þá er
skipt um, og næsta deild gengur samstiga að hermannasið niður
í neðanjarðargöngin, sem líkjast grafhvelifingum og eru upp-
lýst af drungalegu, bláleitu ljósi. Verkamennirnir eru allir há-
vaxnir og þreklegir menn. Þeir hafa verið kjörnir til þessarar
vinnu fyrir hreysti sakir.
Deildin, sem leyst var af hólmi, fer beint í baðhúsið. Baðið
er „rafmagns-steypa“, til varnar gegn meinsemdum, sem orsak-
ast af geislavirkum efnum, og er hverjum skylt að fara í það.
Karlar og konur (hér um bil 40% af verkalýðnum í Atomgrad
eru konur) baða sig saman. í Oak-Ridge er aftur á móti leitast
við að verja verkafólkið geislaverkunum með því að takmarka
vinnutímann við sérstaklega hættuleg störf og láta hvern mann
við hættulegt starf fá „Geigerdetektor", verkfæri, sem varar
nrenn við aukinni geislaverkun.
Verkafólkið í Atomgrad má eyða frístundum sínum til hvers,
sem því þóknast, en eins og gefur að skilja eru skemmtanirnar
ekki margbrotnar í svo nýbyggðum og einangruðum bæ. Þar er
kvikmyndahús, sem sýnir rússneskar skemmti- og áróðursmynd-
lr> leikhús, þar sem einhverjir af hinum mörgu farandleikflokk-
Uin Sovét-Rússlands fá að leika, og þar er auk þess ræðusalur,
Prýddur mynd af Stalin, áróðursáletrunum og rauðum fánum,
þar sem svo að segja daglega eru haldnir fræðandi fyrirlestrar.
En það eru einnig til aðrar skemmtanir í Atomgrad; pútnahús
handa verkamönnunum og svonefndur „ein-staups-barinn“,
þar sem hver gestur getur fengið eitt glas af vodka, en ekki
nieir.
Flestir vísindamannanna í Atomgrad eru frá radiumdeild
Vlsindaháskólans í Moskvu. Forstöðumaður hans er hinn
heimsfrægi prófessor Sjdanov, sem nýlega fékk Stalin-verðlaun-
jn> 100,000 rúblur, fyrir rannsóknir sínar á geimgeislum. Marg-
lr af helztu vísindamönnum Rússlands vinna nú í rannsóknar-
stofunum við Bajkalvatnið, meðal annars einn af lielztu atom-
sprengjufræðingum heimsins, Peter Kapitza, sem hlaut mennt-
llu sína í Englandi.