Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 46
44
JÖRÐ
örðugra að segja skilið við en lífið sjálft: að berast á og láta
á sér bera. Hún leitast ekki við að flýja sjálfa sig, heldur þorir
að fara og vera að nokkru ein með sjálfri sér og eigin-sál.
Eg vona, að enginn virði svo, sem þessum lauslega saman-
burði sé ætlað að skerða veg frú Elínborgar Thorbergs. Hún
liefir án efa verið merk kona í sinni stöðu og á sinni tíð. Hún
bauð af sér góðan þokka, var gerðarleg í sjón og frjálsmannleg
í framkomu.
Frúin í Þverárdal hefir sennilega breytzt all-mjög á ævLferli
sínum. Frú Ásthíldiur Thorsteinsson sá hana unga. Skildist mér
á henni, að liún liefði þá verið skartkona mikil. Þótt hún, sem
Elísabet systir mn’n segir, liafi um klæðaburð borið af öðrunt
konum í sveit sinni og héraði, virðist mér nú, sem hún hafi
verið látlaus í fatnaði. Hún bjó, sem áður greinir, í örlitlu
herbergi í baðstofuenda, og ntyndi það nú kallað kytra. Enginn
var þar legubekkur, að eins einn stóll, sem var eins og gengur
og gerist. Aldrei mataðist hún með gestum sonar síns. Hún
neytti yfirleitt sama fæðis og heimafólk í Þverárdal. Elísabet
systir mín segir frá ferðalögum hennar að sumarlagi. Við þá
frásögn má bæta því, að hún fór á hverju sumri ofan að Holta-
stöðum í Langadal. Þar bjuggu þá ágæt hjón, Jósafat Jónatans-
son, er sat á alþingi 1901 og 1902, og kona hans, Kristín Jóns-
dóttir. Á Holtastöðum var niikið alúðar-heimili og eitt liið
merkasta og vandaðasta í Langadal. Voru þau Holtastaðahjón
gamlir grannar hennar og vinir. Eitt sinn (1897) fór hún með
sonum sínum, Brynjólfi og Páli, vestur í Dali að heimsækja
forna frændur og vini. Fru Hildur var yfirleitt sparneytin,
„sparsöm, en ekki sínk“, reit móðir mín mér um hana, þá er
liún var ný-látin. En eitt lét hún eftir sér: Hún tók í nefið og
átti einkar-snotrar silfurdósir. Þá var „fósturlandsins Freyja“
-----„móðir, kona, meyja“, ekki tekin að reykja vindla né
vindlinga.
Frú Hildur virtist, sem margar göfgar konur, kunna að taka
blíðu og stníðu með jafnaðargeði, hugarró og virðuleik. Hún
virtist sátt við lífið og forlög sín. Þótt lífið hefði sært hana
sárum, er hvorki læknar né tími fá að fullu grætt, sem lesa
mátti í andliti hennar, rákum þess og hrukkum, særði hún eng-