Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 107
JÖRÐ
105
gleðimey, í sög'unni „Þeir brennandi brunnar", hefur komizt
í það náin kynni við brezkan dáta, að ávöxtur þeirra verður
brátt sýnilegiur. Og ennfremur: Sögunni er lokið, áður en við
höfum séð, liver áhrif þetta hefur á framtíð þeirra persóna, sem
liöfundurinn leggur mesta rækt við, þeirra Þrúðu og Ólafs bíl-
stjóra.
Loks er það svo skáldsagan Dansað i björtu, en hún er eftir
Sigurð B. Gröndal. Sagan gerist í Reykjavík á því rúma ári, sem
leið frá þ eim tíma, er Bretar hernámu landið og þangað til að
Bandaríkjamenn gerðu herverndarsamning sinn við ríkisstjórn
íslands. Reisn sögunnar er ekki mikil, og það er eins um Grön-
dal og Oddnýju að því leyti, að liann skilur við sumt af því
fólki, sem við höfum mestan áhuga fyrir, áður en séð verði,
hver örlagaáhrif styrjaldarástandið hefur á lífsferil þess. Þá er
still höfundar ójafn og lítt persónulegur, og stundum skortur
;t, að setningasambönd séu rökrétt. En ýmsar lýsingar höfundar
eru skýrar og snjallar, og við 'fáum furðu ljósa mynd af persón-
tinum og viðhorfum þeirra. Gamla konan, móðir einnar stúlk-
tinnar, sem kornung lendir í „ástandinu", er svo sönn og vel
gerð persóna, að hún verður minnisstæð. Þá verðum við þess
greinilega vör, að höfundurinn er maður alvarlega hugsandi
°g gæddur ríkri ábyrgðartilfinningu og einlægri samúð með
þeim, sem líða eða villast á vegum tilverunnar.
Eg get því miður ekki sagt, að ljóðabækurnar í þessum bóka-
Eokki beri þess yfirleitt vitni, að ljóðagerðin sé þjóðinni svo
1 blóð borin, að hún standi á því sviði miklu framar en á vett-
Vangi skáldsagnaritunar. Langmerkust ljóðabókanna er Arfur
vreigans eftir Heiðrek Guðmundsson frd Sandi. Við lestur
þeirrar bókar varð mér það þegar ljóst, að ég hafði kynnzt
n>'ju íslenzku merkisskáldi. Ekki sivo að skilja, að ég telji ekki,
að Heiðrekur hefði getað gengið betur frá sumum kvæðunum.
sei, eg tel til dæmis auðsætt, að nokkur þeirra séu of löng.
Höfundurinn hefði vel mátt, þá er hann hafði lokið við sum
hyæðanna eins og þau eru nú, taka þau fyrir á nýjan Leik og
þjappa efninu meira saman — og þar með auka áhrifin; ekki
fella úr vísur — hugsun hötundarins er yfirleitt of samfelld til
þess, að slíkt geti komið til rnála ~ en taka suins staðar t. d.