Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 40
38
JÖRÐ
Bærinn glumdi allur af gjallandi málstraumi, faguryrðum og
orðaruðningi, er Brynjólfur í Þverárdal var kominn í anddyri
eða á dyrapall.
Brynjólfi í Þverárdal bregður fyrir í „Minningum" Sigurðar
Briems. Honum er þar merkilega vel lýst. Þótt frásögn af hon-
um sé þar stutt, er hún furðu-löng, nær einkennilega langt og
er dagsönn. Þar sést — sem segir í Ynglingatali — hvílíkur
„rekks löðuðr“ þessi sveitabóndi var, hvílíkt ofurkapp hann
lagði á gestveiðar, að laða góða gesti og virðingamenn að garði.
Póstmeistari var með all-fjölmennu föruneyti á ferð vestur yfir
Stóra-Vatnsskarð, og var þoka á vegum og fjalli. Sáu ferðamenn,
livar maður kom ríðandi mót þeim í þokunni og hleypti gæð-
ingi sínum á harða sprett (Brynjólfur reið löngum hart, svo að
orð var á gert). Hann „stríðbauð okkur heim til sín“, segir
póstmeistari. Það liggur við, að eg dáist að, hve sögnin „stríð-
bauð“ er hór vel valin, hæfir vel það, sem segja varð hér um
Brynjólf. Hafði hann frétt af ferð þessari, veitti þeim þessa vin-
samlegu fyrirsát á Vatnsskarði og beið langferðamannanna þar
lengi. Frásögninni heldur þannig áfrarn: „Brynjólfur lagði að
okkur að þiggja boð sitt. Dilkasteik biði okkar á borðum og
freyðandi kampavín í glösum. Við yrðum líka að heyra sitt in-
dæla orgél, og auðvitað mundi hann raula með fyndnar og fjör-
ugar gamanvísur úr hin:um ótæmandi nægtabrunni sínum.“
(Brynjólfur skemmti, sem áður segir, gestum sínum með söng
og organleik og átti stundum kampavín í áfengisbirgðum
sínum.) Ekki þekktust þeir langferðamennirnir þetta stór-
mannlega „stríðboð". Fylgdi Brynjólfur þeim þá ofan Langa-
dal. En eitt sinn, er áð var, segir Sigurður Briem enn, „hóf
Brynjólfur raust sína af mikil'li aiídagift, eins og hann var van-
ur“.----„Brynjólfur gat haldið ræður í það óendanlega og oft
góðar." Náði hann í höndina á séra Eiríki Briem, er þar var í
för. „Okkur sýndist til að sjá Eiríkur hálffúll undir lofdýrðinni,
sem Brynjólfur baunaði á hann."1)
Gestrisni Brynjólfs í Þverárdal var víðkunn. Þótt Þverár-
dalur væri úr þjóðleið, „úr þjóðbraut þvert“, var „Þverárdalur
1) Sigurður Briem: Minningar, bls. 212—214.