Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 154
152
JÖRÐ
sér, að flugdagar verða hér færri en víðast annars staðar, eink-
um á vetrum, enda þótt lengstu leiðir séu lítið meira en tveggja
stunda flug milli lendinga. En svo verður alltaf að vera við því
búinn, að ekki sé þorandi að lenda, og að snúa verði við, en þá
lengist áfanginn, og að sama skapi aukast líkur fyrir veðra-
brigðum.
Farþegar eru oft óþolinmóðir og áfellast flugstjórnina fyrir
að fella niður flugferðir. En áhættan er oft meiri en þeim sýn-
ist, og einkanlega ef ekki er nægilgea mörgum fullfærum mönn-
um á að skipa.
Héðinsfjarðarslysið og önnur smærri, sem orðið hafa Jiér á
landi, eru mjög mikilvæg áminning til allra aðilja um að gæta
ýtrustu varkárni. í því sambandi má vel líta einnig á það, að
auk manntjónsins, sem af slysunum hlýzt, verða tryggingar
flugttbkja og mannlífa dýrari. Tryggingafélögin sjá um, að láta
okkur borga hvert siys, sem orðið hefur og verður, alveg til
síðasta eyris og vel það, — í hækkuðum iðgjöldum. Okkur finnst
fulldýrt að fljúga hér á landi nú. En það verður enn dýrara,
ef við í fargjöldunum verðum alltaf að vera að greiða svo og
svo mikið í mannbætur og andvirði eyðilagðra flugvéla.
Til stjarnanna
l>að hcyrist orðið öðru hvoru, að
mcnn ræði um það — í alvöru meira
að segja — að varla muni líða á löngu,
áður cn farið verði að gera vart við sig
í tunglinu hcðan frá Jörðinni. í Bret-
landi er til félag, cr starfar, á vísinda-
og tæknilegum grundvelli, öfluglega að
undirbúningi þess háttar framkvæmda
og heitir The British Inter-Planetary
Society (Brezka „milli-stjarna“-félag-
ið). í Bandaríkjunum er sjálfur flug-
herinn að búa sig undir að geta sent
fltigskeyti til tunglsins, og er haft eftir
sérfræðingum þar, að þeir vamti þess
að hafa komið þvl í framkvæmd inn-
an þriggja missira. Ferðir til tungls-
ins verði hins vegar trúlega farnar
innan 30 ára.
I>að má búast við, eftir öðru, að far-
ið verði fyrr en varir að búa sig undir
það, í stjórnarstofum stórveldanna, að
koma sér upp „bækistöðvum" í tungl-
inul