Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 119
JÖRÐ
117
stórviði með tvískeptri sög. Þetta gekk að óskum, og þeim tókst
að gera rendurnar eins og Klénsa líkaði. Svo kom hann þá með
stærðar bor, sem ætlaður var til þess að bora með honium járn,
og nú boraði hann ný göt fyrir hnoðnaglana, sem hann ætlaði
að nota til að festa með plötuna. Þegar vikan var liðin, var
þar komið, að Bjössi var búinn að bæta plötuna, bora öll göt
og sverfa allar rendur. Rendurnar voru svo vandlega sorfnar,
að það mátti lreita unun að sjá það. Allt, sem sorfið hafði verið,
var hált og slétt eins og gler. Nú skyldi ketillinn þó verða þétt-
ur! Þarna vöfstruðu þremenningarnir við ketilinn, fullir af
kappi, og höfðu hjá sér skjólu af sterku hvítöli til þess að svala
sér og hressa upp sansana.
ÞEGAR svo kom að því að hnoða naglana, sá smiðurinn það
af hugviti sínu, að lionurn var ómögulegt að ganga frá
þeim nema með því að láta hjálpa sér við það — eins og þegar
hann var að sverfa með stóru þjölinni. Hann klóraði sér í höfði,
og hann þreif skjóluna og fékk sér vænan teyg. Það var merki-
lega blítt og gott veður; mátti helzt heita svækjuhiti, þó að
komið væri fram undir göngur — göngur, já, — það var nú ein-
mitt það: Líklega var betra að vera búinn, áður en sláturtíðin
^yrjaði — nú, og hvort sem var: Þarna urðu menn að róa sig
Eullsveitta, rétt eins og hér í fyrndinni, áður en nokkurt póst-
gufuskip var til — og nóg var maður búinn að heyra af helvízk-
um mótorskellunum, þegar ferðahyskið var að koma utan af
Skaga á þessum óhræsis smellvirkjum!
— Heyrðu mig, Jerri minn, sagði Bjössi klénsi við Jeremías
vélstjóra. — Þessi skratti dugir ekki! Þú verður að smeygja þér
fyrir mig inn í ketilinn og hafa með þér sleggjuna, því að ann-
ars get ég alls ekki hnoðað naglana.
Jeremías var nú ekki sá maður, að hann léti vera að ganga
eftir sér með hvert lítilræði. Hann hafði svo sem komið inn í
^etilinn fyrr, og liann brá við, þreif sleggjuna og smó fimlega
inn í ketilskömmina. Og nú var ekki að sökum að spyrja. Hnoð-
unin gekk eins og í sögu. Jeremías hélt við einn naglann af öðr-
11 m. og Klénsi danglaði og danglaði með hnoðhamrinum, svo
að hljóðið heyrðist alla leið inn í sveit. Til þess að platan sjálf