Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 144
142
jÖRÐ
AÐ LOKUM örfá orð um ferð mína frá Svíþjóð til Dan-
merkur, þar eð hún var ekki með öllu viðburðalaus. Ég ók
með næturlest og lenti í svefnvagni með ungum Frakka, sem
er meðritstjóri „Les Cahiers du Sud“, fransks tímarits, sem hef-
ur náð mikilli útbreiðslu eftir styrjöldina. Við urðum mestu
mátar, og það varð að samkomulagi okkar á milli, að ég sendi
honum nokkrar ritgerðir um íslenskar bókmenntir, en hann
lofaði að þýða þær úr dönsku.
Á ferjunni, sem er í ferðum milli Málmeyjar og Kaupmanna-
hafnar, urðum við bess varir, að við höfðum keypt samskonar
leðurtöskur í Svíþjóð.
— Nú megið þér ekki taka mína! sagði sá franski brosandi,
þegar við settum þær í anddyrið fyrir framan veitingaklefann.
Síðan settumst við að sumbli og ræddum um fegurð kvenna,
Guð og Stalin. Hinn franski var ekki alveg frá því að hnýta
mætti heimspekilegar stjórnmálanætur þannig, að basr aldrei
rifnuðu, enda óvanur þéttum síidartorfum og þybbnum há-
körlum fyrir Norðurlandi.
Þegar við nálguðumst Kaupmannahöfn var sagt í hátalara
skipsins, að allir, sem ætluðu til Parísar, ættu strax að taka sæti
í vö°riunum. Félagi minn.er var að brióta heilann um einhverja
óskeikula lausn á vandamálum heimsins, vaknaði eins og af
draumi 02: þaut af stað. Siálfur burfti ég ekki að flýta mér, þar
sem ferð minni var heitið til Danmerkur. En þegar ég ædaði
að opna töskuna mfna í tollbúðinni, varð ég þess var, að lykl-
arnir pössuðu ekki. Nú vil ég ekki valdá neinum himinfróm-
um harmkvælum við að endurtaka þau orð, sem ósjálfrátt
hrutu af vörum mér, en þegar ég í anda sá allt revktóbakið mitt
og jólavindlana á leið til Frakklands, fór fyrir mér eins og Þór-
bergi, þegar hann reyndi að öðlast vizkuna við að kaupa sér
langa pípu: Lífshugsjón margra tóbakslausra ára hrundi í rúst-
ir!
Það bætti ekki úr skák, að splunkuný kjólföt. sem ég hafði
fengið lánuð ti! Svibjóðarfe’ðarinnar hiá vini mínum í Reykja-
vík, voru með í töskunni. Ég hafði lofað að senda þau strax
aftur, en nú varð ég að biðja heimsöflin um að gæða sál hans
þolinmæði heimasætunnar, sem alltaf sat og spann!