Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 79
JÖRÐ
77
hyggjunienn, jafnvel þeir af þeim, sem héngu í einhverri
kirkjudeiid, svona til siðasaka og til þess að firra sig ófriði og
illdeilum — vegna ómerkilegs máls — við fárátt og hjátrúar-
fullt fólk, almúgamenn og presta. Svo komu þá kenningar
Freuds eins og af himnum sendar — já, því ekki að nota þetta
orðalag, sem er ekki nema eins og hvert annað gamalt mál-
tæki? — og einkum gáfu menn gaum að þeirri hlið á kenning-
um hins austurríska Gyðings, sem snýr að kynferðismáiunum
— enda þar til staðar augljós sannindi.
Það er öllum vitanlegt og skiljanlegt, að með hverjum heil-
hrigðum einstakling — já, jafnvel með flestum hinna líka, körl-
um og konum, er kynhvötin eitthvert sterkasta og áhrifarík-
asta aflið, enda við það bundið framhald mannlífsins á Jörðu
hér. Dæmin frá þeim dögum, þegar tekið var óskaplega ómjúk-
um höndum á hverju afbroti á sviði kynferðislífsins og sitt-
hvað, sem nú er ekki talið afbrot, var talið glæpur, er gat
kostað konuna drekkingardóm en manninn líflát á höggstofni,
sýna glögglega, hve hæglega kynhvötin getur tekið völdin af
skynseminni hjá mönnum og konum, þó að þau eigi allt á
hættu, sem þau hafa að láta, og hve háskálega óeðlilegir fjötrar
íí þessu sviði geta orkað á mikinn fjölda manna. Nú er það svo
onn þann dag í dag, þó að mjög hafi verið dregið úr lögum um
saknæmi á þessu sviði og úr hörku dórna, að kröfur um almennt
velsæmi og hinar víða ströngu siðgæðiskenningar leggja all-
sterkar hömlur á kynferðislífið — fyrst og fremst á unglingsar-
unum, en einnig síðar. Þegar svo karl eða kona fullnægja kyn-
hvöt sinni á einhvern óeðlilegan hátt — eða leita sér náttúrlegr-
ar fu'l'lnægingar gegn samvizkunnar mótmælum, bundin af inn-
fættum kenningum og sterku almenningsáliti, þá fylgir á eftir
sueyputilfinning, sem getur nálgast viðbjóð. Svo er það, að
tnaður, sem veit sér bannaða og neitar sér yfirleitt um fullnæg-
ingu þessarar hvatar, hvarflar ósjálfrátt huganum að samförum
karls og konu, þó með sektartilfinningu, og leitast svo við að
baela langanir sínar niður, fela þær undir ýmsum öðrum til-
hneigingum eða þvinga kynorku sína með valdbeitingu yfir í
annan farveg.
Nú er kenning Freuds, að þetta eða hitt, sem við bælum