Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 131
JÖRÐ
129
bandi við það, sem Svíinn hafði útlistað um hið heimsfræga
munngæti, byrjaði ég á langæjum heilabrotum um heimsfrægð-
Bjami M. Gíslason er vestfirðingur að ætt og uppruna og stundaði sjó
fram á fullorðinsár. Fyrir rúmum áratug gaf hann út kvæðasafnið „Ég
ýti úr vör" — og sigldi samtímis til Danmerkur, einráðinn í að ryðja sér
þar til rúms sem rithöfundur. Það tókst. Bjarna hefur lilotnazt viður-
kenning fyrir skáldsögur sínar, auk þess sem hann hefur getið sér orðstír
sem fyrirlesari og greinahöfundur um íslenzk efni, dönsk, norræn og
evrópsk — bókmenntaleg og jijóðinenningarleg. A sl. ári kom út bók
hans „Island under besættelsen, og unionssagen" (útg. Aros, Aarhus).
Bókin er aðallega safn af greinum, sem Bjarni skrifaði um sambands-
slitamálið og ísland af því tilefni. Er Bjarni einhver ágætasti málsvari,
sem ísland hefur átt með dönsku þjóðinni á þessari öld, og mun hann
m. a. bafa átt drjúgan þátt í hinum glæsilegu samtökum lýðháskólastjór-
anna, rétti íslands til varnar í þjóðgripamálinu, sem nú er á döfinni.
En þau samtök eru hinum góða málstað íslands vafalaust alvcg ómet-
anleg. — Að lokum skulu liér tilfærð ummæli hins mikla danska bók-
menntafræðings, Jörgens Bukdahls, í grein um bók Bjarna, „Island":
„Með virðulegri ró flvtur Bjarni Gíslason mál síns föðurlands, en liann
flytur það sem norrænt mál. Ritlaun sín gefur hann Finnlandshjálpinni
dönsku og lætur gjöfinni fylgja eftirfarandi orð:
„í öllu vafstri og argaþrasi dægurmálanna gleymum við Finnlandi oftar
en skyldi. En sá skuggi stríðsglæpa, sem hvílir yfir Finnlandi eftir mála-
ferlin í Helsingfors, táknar engan veginn allan sannleikann um Finna.
I'að er líka sannleiki, að vetrarstyrjöldin 1939—10 hafði um öll Norður-
lönd áhrif til jrjóðlegrar einingar um reisn gegn öllu einræði, hvaða
nafni sem það nefnist. í Danmörku, ekki síður en annars staðar á Norður-
löndum, hafði styrjöklin í Finnlandi 1939—40 hin djúptækustu áhrif, og
við getum hvorki vegið það né mælt, hver aflgjafi þau síðar urðu and-
stöðuhreyfingunni dönsku, þegar hún var að rísa á legg."
Það væri óskandi, að þessi gáfaði rithöfundur gæti öðlazt varanlegan
samastað í því landi, sem vel má kalla hans annað fósturland. Hann er
gæddur meira víðsýni en flestir aðrir, og hann á sér dýpri rætur í sam-
norrænni menningu og hefur til að bera meiri þekkingu á Norðurlönd-
um og á norrænum málum en nokkur annar íslenzkur rithöfundur, sem
hefur skrifað á dönsku. ísland á auðvitað sinn sendiherra í Kaupmanna-
höfn, og sá sendiherra hefur vitaskuld á öllum sviðum fyllsta umboð
fyrir hönd þjóðar sinnar. En íslenzka þjóðin á líka að eiga sinn frjálsa
tnenningarlega sendiherra, sem stendur sérstaklega á verði um hágsmuna-
mál hennar á sviði menningarmála. Bjarni Gíslason hefur í mörg og
erfið ár verið henni slfkur sendiherra. Og þess er að vænta, að hún kunni
að meta, að hann er það ekki síður í seinustu bók sinni en áður."
0