Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 89
JÖRÐ
87
styrjöldinni fyrri, er William Faulkner. Hann hefur skrifað
kafla, sein eru einlrverjir þeir stórbrotnustu og áhrifamestu í
bókmenntum Bandaríkjanna — og heilar skáldsögur, sem eru
gæddar undraverðu áhrifamagni. Sumar sögur sínar hefur hann
fonnað þannig, að þræðir þeirra eru margslungnir sem mann-
Hfið sjálft og jafntengdir hver öðrum og orsaka- og afleiðinga-
þræðirnir, er liggja frá manni til manns og þannig orka, að
uiáski er kippt í þig, þegar mér er svipt um koll, ef til vill þó
i mikilli fjarlægð frá þér. Sögur Faulkners eru, svo sem sagt er
tmr surna uppvakningana, af jörðu, sjó og lodrti — eru svo, sem
þar renni saman máttur undirdjúpa, megin jarðar og magn
geimsins, og oft er þér ekki fært að fy*lgja skáldinu með skyn-
senri þinni og þekkingu, heldur er frekar sem hið dulræna
magn stílsins veki eitthvað skylt afl í hug þér og hjarta; þeir
seiðtónar, sem frá honum óma, eigi sér einhvern hljómgrunn í
þínum innra manni.
A síðari árum er sem Faulkner í þjáningarkenndri leit sinni
að máttarvöldum þeim, sem á mannssálirnar orka, hafi komizt
út úr ljósi veraldarinnar og inn í þá húmheima, sem við getum
ekki fylgt honum inn í, ekki eygt hann nema óljóst, líkt og ris-
mikinn, en annað veifið lítt sýniiegan skugga. En hvað hefur
svo Faulkner fundið? Ekki öfl lífs og ljóss. Undarlegt með það,
að ég hef á tilfinningunni, að hann hafi ekki einu sinn verið
að leita þein'a — heldur hinna, sem í myrkrinu búa. Og hvað,
sem er um þetta, þá liefur ekki Hemingway, þegar hann hefur
verið kuldalegastur, tómlátlegastur, fjarrænastur því, sem tal-
izt gæti jákvæður veruleiki, látið okkur eygja jafnuggvekjandi
möguleika og Faulkner — ekki leitt að borðinu í réttarsal lífs-
ins jafnskorinorð vitni um fálmandi sjálfsvörn gróðrarafla og
um tortímingaræði bölvalda eða um blindni mannanna og
lot'leik þeirra á þeirra vegferðarreisu. En mér hefur orðið það
fyrir, að segja við sjálfan mig við lestur sumra skáldsagna Faulk-
ners:
Ef til vill dylst á bak við hið hrottafengna yfirbragð, hinn
nístandi, dulramma, næstum svo sem af djöflum innblásna stíl,
skjálfandi og brákaður reyr óendanlega viðkvæmrar mannssál-
ar, sem þráir um fram allt annað uppsprettu yls og gróanda,