Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 28
26
JÖRÐ
töl. En skáldið sagði mér hér al-ný cíðindi (d: er mér voru þá ný)
af konu, er mér var hugstæð, svo að mér varð frásögn hans
minnisöm. Eg held því, að eg muni það rétt, að hann komst
þannig að orði: „En Bjarni tók hana frá mér,“ og átti hann þar
við, að lögfræðingurinn hefði orðið sér hlutskarpari í þessum ó-
blóðuga liildarleik vestur í Breiðafjarðareyjum. Og hinn æsku-
fjörugi öldungur hélt því fram, að það hefði verið óheppilegt,
að Bjarni Magnússon fékk hinnar fríðu Hildar og studdi þá
skoðun hinum römmustu rökum. Eg þykist enn heyra gremju
í rómi hins mjög mælska skálds, er.hann herrndi mér frá, hversu
hann hefði misst munar síns, lögfræðingurinn og sýslumanns-
efnið hefði hrifsað frá sér, umkomulitlum og efnalitlum, þetta
áiitlega gjaforð. Var auðheyrt, að skáldinu þótti lögfræðingur-
inn hafa staðið betur að vígi í þessari örlaga-glímu. Var Bjarni
þá og spán-nýr háskólakandídat, en Matthías ekki nema nálægt
miðjum hlíðum latínuskólans. En ekki kenndi kala af hálfu
skáldsins í garð sigurvegarans. Hann orti og erfiljóð eftir
Bjarna Magnússon, sem að vísu er ekki mikið vatið í. Annars
var keppinauturinn gamall kennari skáldsins, kenndi honum
þýzku í Kaupmannahöfn veturinn 1856—1857, er hann var þar
við verzlunarnám. Lýkur hann — fremur en hitt — lofsorði á
kennsluna, kveður liann lrafa verið áhugameiri en annan ís-
lenzkan Hafnarstúdent, er leiðbeindi honum um enskunám.
Löngu síðar minnist skáldið hans lofsamlega í ljóðabréfi til
sonar lians:
„Faðir þinn fríður,
fornvin minn blíður,
hvað Iangt sem líður
í lundu mér biður."
Annars þarf ekki munnlegra frásagna skáldsins um hug hans
í garð hinnar fríðu og fögru meyjar. Sá vafurlogi brennur enn
í ljóðum hans afgamals, svo að ekki verður á móti borið né á
því villzt.
„Astin vor er eilíf og aldrei þekkti bönd,“ kveður Matthías
í einu hinna þýðu og vel-ortu Skugga-Sveins-kvæða sinna. Er
ást vor einstakra manna og einstakra kvenna eilífs eðlis? Er
ástin eilíf á annan hátt en þann, að á kertum hennar og kveikj-