Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 122
120
JÖRÐ
kvöld var fólk að streyma niður á bryggjuna. Þar sat Jeremías
inni, en úti sátu þeir Klénsi og kapteinninn. Hreppstjórinn
kom, en liann gat ekkert gert til bjargar — frekar en aðrir. í
hvert skipti, sem ofsinn hljóp í Jeremías og hann lét sleggju-
höggin dynja innan á ketilinn, fór hreppstjórinn raunar að
gatinu og reyndi að róa hann. Annars lét svo hátt og ónotalega
í ketilskömminni, þegar Jeremías var að lemja hann með sleggj-
unni, að sá góði .maður þoldi ekki ósköpin, fékk helLu fyrir eyru
og verk í höfuðið, og svo sá hann þá, að hann gerði sjálfum sér
verst til með þessari barsmíð, og loks hætti hann að hamast,
lét sig bara hníga niður og fór að gráta þarna í kolsvarta
myrkrinu.
Menn voru að tala um að sækja prestinn, en það var sjálf-
sagt ekki til neins. Þá nefndi einhver Þrúðu grasakonu, og til
voru þeir, sem tóku undir það, sögðu, að það væri hreint ekki
að vita, nema hún sæi einhver ráð til að losa hann Jeremías úr
þessari prísund. En endirinn varð sá, að inenn komust að þeirri
sameiginlegu niðurstöðu, að þarna dygðu hvorki guðbænir né
gömul húsráð, ekki heldur lausnarsteinn eða lásagras. Og livað
sem ráðgazt var, þá sat Jeremías eftir sem áður í katlinum og
liinir úti fyrir og svelgdu í sigmeira og meira af hvítölinu. Við
og við kom öskur út um opið — nýr Jeremíasar harmagrátur —
og um leið kom máski út um það mannshönd. Svo hvarf hún,
og góða stund ríkti alger þögn. Annað veifið Læddist einhver,
fullorðnir jafnt og börn, að opinu og gægðist inn, en þegar
Jeremías sá, að skugga bar á opið, varð hann alveg ærður og
rak hnefann út af öllu afli — og sannarlega mátti sjá þess merki,
að hann hafði hitt: Það voru fleiri en einn og fleiri en tveir,
sem höfðu fengið fossandi blóðnasir!.... Ajæja, honum var
vorkunn, vesalings manninum; var ekkert spaug að hafa neglt
sig inni í sínum eigin katlil Jesús góður guð!.... Nú, konan
hans Jeremíasar kom niður á bryggjuna, en það tók fljótt af —
með hana. Það steinleið yfir hana, og svo var þá ekkert annað
að gera en fleygja henni á vagngarm og aka henni heirn aftur.
Já, þau áttu víst ekki ;framar eftir að sjást í þessu lífi, hún og
hann J eremías, því að hann mundi aldrei sleppa lifandi úr þess-
ari prísund!.... Þarna var setið og staðið í smáhópum á bryggj-