Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 128
126
JÖRÐ
dauð hengilmæna, þó að liann ætti að heita standandi á íót-
unum.
— Hvað hugsar þú, Klénsatetur! Sérðu ekki, að maðurinn
hefur heldur skroppið saman en tútnað um mjaðmirnar, síðan
um miðdaginn? Ætlið þið að láta hræfugla kroppa utan af hon-
um í nótt — eða hvað — svo að hann verði meðfærilegri í fyrra-
málið? Ég held þið reynið, — held ég!.... Svo var hún farin.
En það fór á sömu leið og áður. Það var eins og hún hefði sett
straum í Klénsa. Hann tyllti sér á tá af spenningi og skoðaði
þann hangandi Jeremfas svo sem andartak og sagði síðan móð-
ur:
— Ja, sem ég er lifandi maður, þá hefur hann rýrnað — ekki
að tala um hana Þrúðu grasa! Svona — þá byrjum við!
Jafnvel Jeremías hafði fjörgazt. Um leið og liann heyrði rödd
grasakonunnar, vék liann til höfði og ranghvolfdi upp á hana
augunum. Ekki stóð á mannskap til starfanna — enda svo sem
sama, hver endirinn varð — upp á það að gera, að aldrei varð
hann eins bölvaður fyrir Jeremías og hans fólk eins og hann
sæti þarna fastur þann tíma, sem hann átti eftir að lifa — svo
skemmtilegt líka að hugsa sér það, að það yrði að vaka yfir hon-
um til þess að hann hræætist ekki í lifanda lífi.
Jeremías var smurður á nýjan leik, og svo toguðu þrír menn
í hann, og aðrir þrír í þá. Jeremías æpti og veinaði, og Klénsi
smurði. Svo var allt í einu eins og þeir hefðu dregið tappa úr
flösku — blopp! heyrðist, og um leið duttu þeir allir aftur á bak
— og harmkvælamaðurinn Jeremías á þá ofan. Hann var illa
hruflaður á kviðnum, mjöðmunum og þjóhnöppunum, en
hvorki hræfuglum né dauða mundi hann verða að bráð að
þessu sinni.
HANN lá í rúminu í rúma viku og var ósköp aumur, því ef
konan hans ætlaði að sveipa um hann ullarvoð, þá band-
aði hann og barði frá sér, fokvondur.
Bjössa klénsa tókst að ganga frá katlinum og koma honum á
sinn stað í vélarrúminu, og hann gerði vandlega við rofið á þak-
inu. Svo sýndi það sig, að ketillinn var pottþéttur.
Þegar allt var komið í bezta lag, labbaði Andrés kapteinn