Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 163
JÖRÐ
161
meira — að gera kleift að berjast með banvænum geislum. Þess-
ar rannsóknir eru enn á tilraunastigi, en þær opna útsýn til þús-
undfalt mikilvirkari vopna en atómsprengjunnar. Molotov lét
skína í þetta í ræðu á fundi Sameinuðu þjóðanna, er hann
sagði: „Því má ekki gleyma, að hverri atómsprengju er hægt að
svara með annarri atomsprengju og ef til vitl þar að auki með
einhverju öðru."
Þetta „eitthvað annað“ glíma nú vísindamennirnir undir
Baikalfjöllum við. Mikill vísindaleiðangur var gerður út fyrir
fáum árum, og átti að gera tilraunir á Pamir í Tajiklýðveldinu
í Mið-Asíu, en þar er fjallendi mikið og torsótt, sem kallað hef-
ur verið „þak heimsins".
Á milli snævaþakinna fjalla er þar nú stöð mikil til athugana
á geimgeislum, ef til vill hin stærsta og fullkomnasta í heimin-
um. Eldflaugar með mælitækjum og sjálfvirkum áhöldum, sem
skýra frá hvernig ástatt sé í 40.000 rnetra hæð, eru sendar upp í
himinhvofið og jafnvel sýklar eru látnir fljóta með. Sjálfvirkar
ljósmyndavélar og kvikmyndavélar eru látnar taka myndir af
vígahnöttum og geislalitrófi. En hver eldflaug, sem send er
upp, eykur þekkingu Rússa á jónósferunni, hinum dularfulla
verndarhjúpi, sem umlykur Jörðina.
Samkvæmt kenningum þeim, sem rússnesku vísindamenn-
irnir byggja á, verður Jörðin án afláts fyrir skothríð af örsmá-
um skeytum utan úr himingeimnum, skeytum, sem eru miklu
uiinni ummáls en atómin. Þau smjúga í gegnum öll efni og
stingast inn í alla hluti á yfirborði Jarðar. T. d. smjúga þessi
skeyti í gegnum hvern mann um það bil 200.000 sinnum á
blukkustund.
Þetta fyrirbrigði heitir á máli vísindanna „kosmísk geislun."
Undir venjulegum kringumstæðum eru verndarráðstafanir
uáttúrunnar nægilegar til að gera verkanir kosmískn geislanna,
þ- e. geimgeislanna, óskaðlegar líkama mannsins. Flest skeytin
stöðvast í hinum sjötíu kílómetra þykka hjúpi jónósferunnar og
það lítið, sem í gegn kemst, glatar mestallri orku sinni á leið-
lr>ni. Ef þetta væri ekki svo og skeytin næðu yfirborði Jarðar
með upprunalegri orku sinni og hraða, mundu frumur manns-
l'kamans ekki þola það. Þær mundu blátt áfram springa.
11