Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 167
JORÐ
165
Suður-Jóta, sem enn töluðu danska tungu, og urðu hin hörð-
ustu átök milli þeirra og ríkisvaldsins þýzka, er beitti þá, árang-
urslaust, hvers konar kúgun til að hafa af þeim þjóðernið.
Með Versalasamningnum 1919 var fyrirskipuð þjóðarat-
kvæðagreiðsla í meiri hluta Slésvíkur um, hvort íbúarnir kysu
heldur: að vera áfram í þýzka ríkinu eða endursameinast Dan-
mörku. Norðurhlutinn, suður að Flensborgarfirði, kaus Dan-
mörku og fór endursameiningin fram við mikinn fögnuð á
báðar hliðar.
Nú, eftir aðra heimsstyrjöld, er Suður-Slésvík hins vegar
tekið að láta til sín heyra urn endursameiningu við Danmörku.
Virðist svo, sem allverulegur lrluti þarlendra manna sé kominn
á þá skoðun, að fylkinu muni vegna betur í tengslum við
Danmörku en Þýzkaland, enda sé bæði land og fólk danskt að
uppruna. Hins vegar er mál þetta, og fylkið yfirleitt, stór-
truflað af þeim sæg flóttamanna, sem til Slésvíkur hefur verið
beint úr austurfylkjum Þýzkalands, er undan því gengu til
Póllands og Rússlands. Eru flóttamennirnir orðnir öllu fleiri
en heimafólk og láta hið dólgslegasta. Sjálfsagt á tilkoma þeirra
einhvern þátt í því mikla fylgi, sem danskt þjóðerni og samein-
ing við Danmörku á nú að fagna í Suður-Slésvík.
Brezk yfirvöld, sem þarna eru nú hæstráðandi, hafa ekki
verið danska málstaðnum þjál. Er meðfram því um kennt, að
Bretar vilji, ýmissa hluta vegna, koma sér vel við Þjóðverja.
Danska þjóðin er nokkuð tvíráð um, hversu snúast skuli við
þessu vandamáli. Margir tortryggja traustleika hinnar nýju
hreyfingar, óttast, að hún sé að langmestu leyti sprottin af
stundarástæðum og muni líða hjá með þeim. En líklega veldur
tregðu þeirra ekki síður kvíði fyrir því, að Þýzkaland muni
seinna krefja Danmörku reikningsskapar, taki hún nú við
Suður-Slesvík og hjáipi til að afþýzka fylkið, að núverandi
vild meirihluta þýzkumælandi fbúa.
MÁL þetta er ákaflega þýðingarmikið fyrir dönsku þjóðina
og snertir öll Norðurlönd. Hér birtist því, með leyfi höf., í
styttri þýðingu.grein um það eftir suðurjózkan lýðháskólastjóra
á Als, Frede Terkelsen að nafni. Danskir lýðhdskólastjórar hafa