Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 118
116
JÖRÐ
hann Jeremías — hann var orðinn rauðblár og tútinn af hita —
sýndist vel á vegi með að soðna.
Nei, þetta diugði ekki — það sáu allir, Elías í Vík eins og
aðrir. En það var ákveðið að gera við ketilinn hér inn frá —
ástæðulaust að vera að ausa peningum í þá Skagverja fyrir við-
gerðina; var kannski ekki laust við, að Elías væri smeykur um,
að sitt hvað spaugilegt kynni að verða sagt um- skipið, ef það
kæmist í hendurnar á smiðunum á Skaganum. Og Bjössi klénsi
var sóttur. Hann reif allstórt gat á þakið á vélarrúminu, aftan
við brúna, og skoðaði ketilinn vandlega, kvað síðan upp
þann úrskurð, að nauðsynlegt væri að rífa hann upp og ná öllu
draslinu upp á bryggju. Það liðu nokkrir dagar, án þess að veru-
lega væri hafizt handa, en svo var þá smalað flestum karlmönn-
um úr sveitinni, og nú var komið með kaðla og jafnvel reipi,
júfertur og stærstu tré, sem til voru, og síðan var tosað og tosað
og rekin upp langdregin hljóð:
— Hal-í og hífann obb, og heisann, og hipp, hipp!
Og þar kom, að ketillinn stóð á bryggjunni.
Nú gat smiðurinn fyrst tekið til óspilltra málanna. Hann
kom með sleggju, hamra og meitla, og hann barði og barði,
unz honum tókst það loksins að ná af katlinum allstórri og að
því er virtist rígnegldri plötu, sem átti að halda gufupípunni
nákvæmlega á réttum stað. Ekki var það svo sem undarlegt, þó
ketillinn hefði lekið gufu; naglarnir í plötunni skröltu lausir,
og járnið í kringum þá var heldur en ekki farið að láta sig.
Klénsi varð að bæta plötuna og sverfa síðan vandlega rendurn-
ar kringum opið, þar sem pípan átti að koma.
Fólk var alltaf að gera sér ferðir til að horfa á smiðinn, já,
fólk iframan úr sveit kom á hverju einasta kvöldi til þess að for-
vitnast um, Iwernig gengi, vildi vita, hvenær mætti nú við því
búast, að póstskipið kæmist aftur af stað. Og Andrés skipstjóri
og Jeremías vélstjóri voru þarna alla dagana; höfðu víst ekkert
þarfara að gera en rétta Bjössa klénsa hjálparhönd. Þegar Klénsi
var að jafna með stóru þjölinni sinni rendurnar á ketilopinu,
sem platan hafði verið yfir, fékk hann Jeremías til að skríða
inn í ketilinn og grípa í þjalarendann, og svo hjálpuðust þeir
að við að draga þjölina fram og aftur, eins og þegar sagað er