Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 71
JÖRÐ
69
landsins. Þær áttu sína gömlu erfðamenningu, og mál þeirra
varð ríkismál í hinu mikla lýðveldi, sem óx að auði, tækni og
mannfjölda með hverju árinu. Þær áttu margar hverjar miklar
landeignir, voru allhagsýnar og framtakssamar um verzlun, iðn-
að og siglingar — og ýmsar þeirra eignuðust mikinn auð, en all-
ar voru bjargálna. Þær sátu lengi vel að beztu og valdamestu
embættunum, kostuðu flestar hinar helztu menntastofnanir og
réðu yfir þeim — og voru eigendur að og réðu helztu blöðum
og tímaritum. Og hvað sem á milli bar í ýmsum efnum, þá
stóðu þessar ættir saman út á við og voru sammála um rétt og
yfirburði sinna menningarerfða. Þessar ættir iitu svo á sig sem
raunverulegan aðal hins verðandi stórveldis, og því tignari var
ættin, sem hún hafði búið lengur í landinu.
Mikill meiri hluti allra þeirra innflytjenda, sem fluttu til
Bandaríkjanna eftir að útflutningur frá Evrópu til Ameríku
komst í algleyming (en það var þá fyrst, er gufuskip tóku við af
seglskipum, þar sem sem mest þótti við liggja um ferðahrað-
ann), voru alþýðumenn, sem töldu sig hafa frá litlu að hverfa —
eða sérstök atvik eða breytingar hrundu úr heimasessi. Margt
af þessu fólki kom frá löndum, þar sem almenningur bjó við fá-
tækt og atvinnukúgun og lítt eða ekki var hirt um uppfræðslu.
Þessi múgur þekkti nauða lítið til siðafágunar, þjóðfélagsþrosk-
inn var á lágu stigi og áhugi á bókmenntum vart finnanlegt fyr-
irbrigði. I hinu nýja landi var mikið frelsi til athafna og mögu-
leikar margvíslegir. Þeir, sem vildu búa, gátu fengið til eignar
eða leigu frjósamar, en óræktaðar landspildar, og hinir, sem
vildu þjóna öðrum, gátu hvarvetna fengið vinnu. Ef þeim þótti
kaupið lágt, gátu þeir skipt um atvinnu — eða leitað burt, farið
í annað fylki. Slíkt var þessu fólki svo mikil nýlunda, að hún
gaf lífi þess ærinn tilgang. Þá voru og innflytjendur frá þeim
Evrópulöndum, þar sem menning og frelsi var á stórum hærra
stigi en í átthögum þess fólks, sem áður var vikið að, innflytj-
endur frá löndum eins og t. d. Þýzkalandi — og Norðurlöndun-
öllum. Þessir innflytjendur héldu flestir lengi vel fast við
ntenningargrundvöll síns heimalands og létu lítt til sín taka
mótun menningarlífsins í hinum víðlendu Bandaríkjum, þar
sem þá líka ægði saman fólki af öllum kynþáttum heims. Síðar