Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 123
JÖRÐ
121
unni og rætt og ráðgazt, og einhver spurði svo, hvort ekki
tnundi vera nokkur leið að losa um andskotans naglana.
— Nei, svaraði Klénsi. — Þið getið eins vel reynt að losa um
Víkurhyrnuna!
— Við verðum þá að rífa í sundur sjálfan gufuketilinn, sagði
hreppstjórinn.
Þá var nú heldur litið á hann óhýrum auguim. Var maðurinn
genginn af vitinu? Rífa sundur gufuketilinn, eign H/f Elias og
hreppurinn — bara til að ná í haran Jeremías!
— En ekki getum við limað manninn í sundur! sagði hrepp-
stjórinn og var argur.
— He, he! kvað við einhvers staðar í hópnum, — kannski við
gætum svelt hann út?
— Já, það er hreint ekki svo galið! Ef hann væri orðinn veru-
lega horaður, þá væri kannski von um að ná honum út um
gufuopið! Eftir svo sem hálfan mánuð gæti það verið áhorfs-
utál. Já, hvað segið þið um þetta, góðir hálsar?
— Ne-ei. . . . Ja, því ekki það?. . . . Kannski það mætti tak-
ast?
Jæja, það tókst nú hvorki betur né verr til en að Jeremías sat
enn í katlinum, þegar dimma tók og fólk fór að hugsa til heim-
ferðar. En hreppstjórinn, sem fannst vitaskuld, að nokkur
ábyrgð hvíldi á sér — öðrum fremur — hann tók ekki í mál að
fara heim að svo búnu, hafa ekkert gert fyrir vesalings mann-
Jnn. Svo rauk hann þá af stað og sótti öl í ha:filegu íláti, kom
nieð það í kaffikatli og rétti Jeremíasi inn um opið. En rétt á
eftir rak Jeremías upp öskur, og svo hábölvaði liann, og síðan
rétti hann út annan handlegginn — og hvað haldið þið? Þarna
^inglaði þá kaffiketillinn eins og blár hnúður framan á hand-
ieggnum á Jeremíasi, og það kváðu við þessir smáu dynkir, þeg-
ar hann sló honum í gufuketilinn. Svo hélt þá víst einhver, að
Jeremías vildi meira öl og greip í kaffiketilinn, en brá heldur
en ekki í brún: Ketillinn var fastur, — Jeremías hafði rekið of-
an í hann höndina og gat nú ekki náð henni upp úr aftur!
Skyndilega dró Jeremías að sér handlegginn og þann bláa, og
SVo kjökraði hann út um opið:
— Mikil djöfulsins kvikindi getið þið verið að gera grín að