Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 76
74
JÖRÐ
báru svip síns furðukennda föðurlands, misjafnlega mikil skáld
og misjafnir listamenn, en sérstæðir samt. Þar má t. d. nefna
Mark Tivain, er var að öðrum þræði táknrænn sem fulltrúi
liins ærslakennda og æskuglaða í framtaki þjóðar sinnar, hins
vegar spéspegill, sem sýndi í hinum furðulegustu tilbrigðum
hinn næstum brjálkennda hraða, hinar fáránlegustu hug-
myndir um störf og starfhæfni og hið furðulega og tilviljana-
kennda í rás viðburðanna.
Þá var og Walt Whitman, sem í hinum órímuðu ljóðurn sín-
um leitaði á náðir náttúrunnar, sem andstæðu tækninnar og
hraðans. í hinum löngu vísuorðum ljóða hans birtast lesand-
anum bogfínur liinnar óendanlegu og öldóttu sléttu. Walt
Whitman hafði og þegar áhrif á bókmenntirnar í Evrópu og
hefur haft það allt til þessa — og eftir að bandarískar bókmennt-
ir tóku að færast í aukana, jukust áhrif hans vestra. Hann varð
einnig svo síðla sem á þriðja tug þessarar aldar lærifaðir eins
liins áhrifamesta skálds Breta, D. H. Lawrence, og í Bandaríkj-
unum liefur öðrum fremur til hans sótt form og að nokkru
anda hið sænsk-ameríska nútíðarskáld, Carl Sandburg. Á Norð-
urlöndum hafði Iiann áhrif á Joliannes V. Jensen og ýmis önnur
merkisskáld.
Næstan Whitman má nefna Frank Norris, sem mótaðist af
Iiinu stórbrotna og hrikalega fjármála- og atvinnulífi, en náði
ekki þeirn aldri, að hann hefði hlotið fullan listrænan þroska.
Ennifremur ber að drepa á Jacli London, sem yfirleitt var ekki
listamaður að sama skapi og ltann var hressilegur og réð yfir
margvíslegu efni. Hann virtist ekki gefa sér tíma’til að láta við-
fangsefnið mótast í hug sér og heila, áður en hann gerði því
skil, en var mikið lesinn um allan hinn menntaða heim, kynnti
hið ævintýralega í háttum og gerð þjóðar sinnar og hafði all-
mikil áhrif á rithöfunda — einkum á æskuárum þeirra — víða
tim lönd.
Þá má enn nefna Upton Sinclair. Hann var og er ennþá
miskunnarlaus gagnrýnandi fjármála-, athafna- og siðferðislífs-
ins, höfundur og rnaður án ótta og vammar, vitur, skarpskygn
og fullur af eldlegum áhuga. En hann lagði fyrst og fremst
áherzlu á það, þegar í upphafi, að sýna þjóð sinni og veröld