Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 139
JORÐ
137
miklu færri en með nágrannaþjóðunum: Norðmönnum, Dön-
um og Finnum, og yfirleitt var tilfinnanlegur skortur á reglu-
legri skipan í bókaútbreiðslu þeirra, Svíanna. Ég skýrði í stuttu
máli frá íslenzkri bókamenningu, útgáfustarfsemi, lestrarfélög-
um og styrkveitingum til skálda. Vakti það mikla eftirtekt, og
margir létu í ljósi, að ísland gæti orðið hinum löndunum til
fyrirmyndar við lausn þess mikilvæga menningarmáls: að auka
sölu bóka og þekkingu almennings á góðum ritum — og um
stuðning við skáldin.
Næstur tók Norðmaðurinn Inge Krokann til máls, og sýndi
hann með ýmsum dæmum fram á, hvernig bóksalan í Norvegi
hefði á sér snið algerrar einokunar. í sambandi við það upp-
lýsti hann, að hjá Rússum fengju rithöfundarnir bezt borgað
fyrir fyrstu tuttugu þúsundin, en þaðan af færu ritlaunin lækk-
andi. Áleit hann það miklu betra fyrirkomulag en hjá Norður-
landaþjóðunum, en þar yrðu rithöfundarnir að bera alla áhætt-
una; þeir fengju enga eða litla borgun fyrr en bókin færi að
seljast. Inge Krokann lauk máli sínu með þessum orðum:
Ég er ekki kommúnisti í stjórnmálum, en um þessa skipan
er ég þeim algerlega sammála!
Eftir þessar umræður las forseti mótsins, Svíinn Henry P.
Matthis, upp kafla úr „Nordisk Forfattertidende" um afstöðu
islenzkra rithöfunda til Bernarsamltandsins. Bar hann það und-
lr ráðstefnuna, hvort ræða skyldi íslenzkan bókastuld á mótinu.
Naatur honuin tókNorðmaðurinn Paul Gjesdal til máls. Beindi
hann máli sínu til okkar íslendinga og spurði, hvort við óskuð-
Urn þess, að félagar okkar á ráðstefnunni sendu eindregna
nskorun til íslenzku stjórnarinnar um að ganga í Bernarsam-
bandið, þar eð álíta rnætti að þar með yrðu bezt tryggð réttindi
íslenzkra rithöfunda erlendis. Ég verð að viðurkenna, að ég
Qttaðist, að langar umræður um þetta mál mundu kasta skugga
*%kúruleikans á þjóð mína, og ég svaraði þess vegna afdráttar-
laust eitthvað á þessa leið:
Þó svo illa hafi tekist, að nokkrar erlendar bækur hafi verið
&efnar út á Islandi áður en samningar voru gerðir, ber íslenzka
Þjóðin í heild svo mikla virðingu fyrir millilandasamvinnu og
rétti einstaklingsins, að hún lætur slíkt ekki viðgangast til