Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 91
JÖRÐ
89
unni, — og höfðu heldur ekki lag á að igæða fantaleg og misk-
unnarlaus fyrirbrigði í atburðarás þeim örlagaþunga, að þau
orkuðu sem ógnþrungin tjáning blindra og grimmra bölvalda,
er nái tökum á frumstæðum og líkamaloðnum mönnum, þegar
þeir snúast um sjálfa sig, fálmandi og ráðþrota í auðn og tómi,
þar sem ekkert lögmál er lengur finnanlegt, lnvað þá markmið,
~~ þar sem í rauninni ekkert er lengur að óttast, af því að einskis
er að vænta og ekkert að missa. Allra sízt náðu þessir höfundar
1 stíl sinn hinum dulkennda yl ósýnilegra geisla frá hinu lieita
°g særða hjarta meistarans, eða þeini saniþjáningar-ogsamúðar-
omum frá hans innra manni, sem heyrðust gleggst og áhrifa-
ríkast í For Wliom the Bell Tolls. Þeir virtust ekki eiga þá
wndfrstrengi, er þeir kynnu þannig með að fara, að þeir túlk-
uðu það, sem ekki varð sagt í hljómum hinna. Harðsoðnir hafa
þeir verið kallaðir, þessir höfundar, sem sögðu frá hinum ægi-
iegustu atburðum og lýstu hinum ógnþrungnustu sýnum, eins
°g þeir væru að tala um kaup á nýjurn fótbolta eða lýsa aðför-
um kattar, sem veitt hefði mús. Hjá mörgum þeirra virðist
okkur, að lun harða skurn ljúki ekki um neinn kjarna. Það
imyrist hálfgildings tómahljóð, þegar við sláum á hana með
Imúunum. Já, sannleikurinn virðist ærið oft vera sá, að þeir
seu ekki, þessir herrar, að dylja neinn lítt þolandi innri sárs-
auka með því að bíta á jaxl, bö'lva hástöfum og segjast vera
harðhausar. Þeir eru sumir eins og kvenmaður, sem treður
framan á sig tuskum til þess að þykjast þungaður og leggst að
lokum á sæng og bítur á jaxl og bítur á vör og viðheldur blekk-
uigunni sem allra lengst — vill teljast hetja — en verður að
fokunt að þola það, að tuskurnar séu dregnar út undan sæng-
inni.
Mestu listameninirnir í hópi hinna bölsýnu og harðsoðnu
skálda í Bandaríkjunum eftir heimsstyrjöldina fyrri hafa haft
uhrif ;i bókmenntir þjóðar sinnar og raunar fjölmargra annarra
þjóða til listrænnar fágunar og til aukinnar fjölbreytni um
efnisval. En það voru ekki hin harðsoðnu svartsýnisskáld, sem
studdu að þeirri lífstrú og þeim siðferðilega styrk, sem var
gíundvöllur þess, að Franklin Roosevelt forseta tókst að koma
1 veg fyrir, að Bandaríkin yrðu Nazismanum að bráð — og fékk