Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 38
36
JÖRÐ
Verðið þér aftur auðn og óbyggð eins og áður en land var
byggt?
Þá er frú Hildur fór byggðum að Bollastöðum, bjó þar einn
öndvegishöldur sveitar sinnar og einn hinn einkennilegasti
gáfumaður og menningarmaður í austanverðu Húnaþingi,
Guðmundur Gíslason. Eg kalla hann að hugsuðu ráði menn-
ingarmann. Hann var að vísu hvorki fágaður í orðum né hátt-
um, ef honum bauð svo við að horfa. En hann var „einn af
fáum“, sem las það, sem hann las, kunni það, sem hann kunni.
Biblían, íslendingasögur og mál þeirra og málfar sveitar hans
og dala runnu honum í merg og bein, voru samvaxin persónu-
leik hans og hugsun. Hann var í senn fæddur heimspekingur,
trúmaður og bardagamaður, blótaði sem Helgi magri bæði
Krist og Þór, var andlegur fóstri fornsagna vorra og Heilagrar
ritningar. Þá er hann lá banaleguna og var spurður, hvort hann
æskti þess, að eiga tal við prest sinn, kvað hann nei við því og
kvaðst sjálfur geta talað við drottin sinn. Ræða hans var forn-
eskjuskotin, stundum með biblíumyndum og orðtökum úr
þeirri hinni miklu bók. Stundum ilmaði ræða hans af töðu og
heyjavelli, var þrungin þróttmiklu og mergjuðu sveitamáli. Eg
hefi stundum óskað þess, að eg gæti kvatt liann á fund minn
handan úr þokubeltimu mikla, haft hann í stofu minni kvöld
og kvöld, veitt honum hæfilega, hlýtt á kraftyrði hans, ram-
íálenzk og ógleymanleg, sem sum kjarnyrði Hávamála, og
orkuþrungin sem Völuspá. Lifa mörg andsvör hans og orð-
stef enn á vörum gamalla granna hans og sýslunga. Kvað mjög
að orðauðgi og orðkynngi í ætt hans. Þeir voru systkinasynir,
hann og séra Arnljótur Ólafsson. Er það sérstaklega mikill skaði
um Guðmund á Bollastöðum, að enginn málari hremmdi and-
lit hans og ásýnd úr gleymskunnar klóm.
Frú Hildur Bjarnadóttir fór með yngsta son sinn, Pál Vída-
lín, að Bollastöðum. Hóf hann skömmu síðar undirbúnings-
nám undir skóla hjá séra Birni Jónssyni á Bergsstöðum, er
síðar varð prestur á Miklabæ í Blönduhlíð. Gerðist Páll löngu
síðar sýslumaður Skagfirðinga og Snæfellinga og lézt fyrir aldur
fram árið 1930. Var hann samvizkusamur og merkur embættis-
maður, svo að af bar. Árið 1888 fluttist frú Hildur að Þverár-