Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 24
22
JORÐ
staðarlilíð. Frú Hildur var líka nokkurskonar banki, bæði fyrir þessa sveit
og sýsluna í heild. Til hennar leituðu margir um peningalán, og það
efnaðir bændur, því að í þá daga léku menn sér ekki með peninga, eins
og nú á dögum. Eg held mér sé óliætt að fullyrða, að hún hafi engan
látið synjandi frá sér fara. Einu sinni skrifaði henni embættismannskona1)
og bað hana að lána sér þrjú hundruð krónur. Frú Hildur vissi, að tregt
mundi verða um greiðslu á þeim peningum aftur, svo að hún léði henni
ekki féð, en sendi henni eitt hundrað krónur að gjöf. Þessu sagði hún
mömmu frá, svo að eg heyrði.-------Frú Hildur var fyrstu árin, sem hún
var í Þverárdal, í sjálfsmennsku, en eftir að Ingibjörg kom til Brynjólfs,2)
var liún hjá honum, keypti af honum fæði og það, sem hún þurfti. Hún
kom lítið að matarstörfum eftir það. Þó gerði hún það stundum eftir það,
ef einhverjir hennar gestir voru komnir þar. Eg man eftir því, að eg kom
að Þverárdal, þegar eg var krakki. Þá var Scheving sonur hennar þar,
og Jiá var hún að matreiða steik og sætsúpu í hlóðum frammi í eldhúsi
(þá var ekki nein eldavél til í Þverárdal). Þetta var fyrir aldamót, áður en
byggt var. Eg man eftir því, að hún gaf mér að borða af þessum mat, og
eg man það enn, hvað súpan var góð. Eg man, að hún var að segja mömmu
ýmislegt um matreiðslu á breyttum mat. Á því þykist eg vita, að hún hafi
verið góð matreiðslukona.
Frú Hildur var mest við tóskap á veturna. Hún tók ofan af ullinni,
kembdi hana og spann, og það gerði liún af hinni mestu snilld. Eg horfði
oft á hana spinna, og af henni lærði eg bezt að spinna. Úr bandinu prjón-
aði hún svo sokka, vettlinga og trefla, allt í höndunum (úr þessu hárfína
bandi) og gaf J)að sonum sínum og fólkinu, sem var í Þverárdal, og fleir-
um, því að hún gaf mörgum, svo að lítið bar á, eins og Jm manst.
Frú Hildur gerði ýmis vik í Þverárdal. Hún tók t. d. alla olíulampa,
sem til voru á heimilinu, á hverjum morgni, á veturna, verkaði þá og lét
á þá olíu, svo að þeir voru allt af hreinir, Jjegar á þeim þurfti að halda.
Hún var sparsöm og nýtin á allt, svo að Brynjólfi Jrótti hún nú stundum
of sparsöm á að kveikja hjá sér á borðlampa, sem allt af stóð á borðinu
hjá henni. Sjálfur var hann ekki sparsamur á neitt og sízt á ljós. Einu
sinni var hann að spila með sinum heimamönnum og N. N. langt fram á
nótt og hafði fjögur ljós. Allt í einu opnar frú Hildur stofuna, staðnæm-
ist í dyrunum, lítur yfir hópinn og segir: „Allir fullir og fjögur ljós.“
Allir hlógu, og Brynjólfur bað hana að flýta sér inn aftur.
Frú Hildur hafði bréfaviðskipti við margar konur í Reykjavík. Ekki
man eg nú, hverjar |>ær voru, nema ein )>eiiTa var frú Ingibjörg Johnson,
kona Þorláks O. Johnsons, kaupmanns.
1) Vegna lifandi barna þessarar konu hefi eg fellt nafn hennar úr bréf-
inu. — S. G.
2) Hér er átt við Ingibjörgu Ólafsdóttur, sem fjölda ára var bústýra Brynjólfs
í Þverárdal, sem síðar verður gelið. Gegndi hún ráðskonustörfum sínum með
mcstu prýði og myndarskap.