Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 145
JÖRÐ
143
ANNAR viðburður, sem um stundarsakir gerði mig dálítið
ruglaðan gagnvart torfærum tilverunnar, var á þessa leið:
Á leiðinni til Jótlands rétti mér allt í einu einn af meðfar-
þegunum í lestinni blaðið „Information" og spurði, hvort ég
vildi ekki lesa það. Ég varð dálítið liissa, því þessi kurteisi lijá
alókunnugum manni kom mér á óvart svipað og þegar barn
fær sykurmola í staðinn fyrir lýsisskammtinn sinn. En kannski
hefur manninum fundizt, eins og nokkrum af vinum mínum
Irá Saltsjöbaden, að ég væri eitthvað guðsríkislegur í framan,
og þess vegna viljað þóknast mér eða vinna hylli mína.
Þegar ég tók við blaðinu, rak ég strax augun í stóra króníku
um rithöfundamótið í Stokkhólmi. Einn af þátttakendunum,
Sonja Hauberg,*) hafði af einhverri knýjandi ástríðu til að bera
sannleikanum vitni, skrifað heillanga rollu um fyrsta og síðasta
dag mótsins. Og eins og vera ber með allar egta eða litaðar
perlur, sem maður veltir rannsakandi í lófanum, leit ég fyrst
á króníkuna bæði að framan og aftan og um miðjuna. Einhvers
staðar skammt frá halanum kom ég auga á setningu, sem auð-
sjáanlega var rituð til að fræða Dani um hið hræðilega ástand
í umheiminum. Hún var svona:
„Þeir 26 rithöfundar, sem voru eftir á Vorum garði næsta
morgun, skrifuðu allir undir mótmælabréfið gegn ræðu Över-
lands — að undanteknum einum, sem hefur stofnað Kommún-
istum andstætt rithöfundafélag á íslandi....!“
Nú skal ég ekki draga dul á, að mig hafði ekki órað fyrir
þess háttar lexíu, því þessi „eini“ gat enginn annar verið en
ég sjálfur, og flestum löndum mínum mun kunnugt um þau
^élög, sem ég liefi stofnað heima! Að frásögn frúarkmar um
hina 26 rithöfunda, sem „allir voru eftir" á Vorum garði þegar
mótmælaskjalið var undirskriifað, braut dálítið í bága við frá-
sögn Henry Peter Matthis af þeirn, sem símað var til, nennti
eg ekki að brjóta heilann um. Þess háttar smáslys á vegum sann-
^eikans gat komið af einhverri flumósa þrá eftir að þjóna al-
vtzkunni. En hitt var mér öllu óskiljanlegra, hverriig alókunn-
*) S. H. dó nýlega af taugaveiki, sem hún fókk sem ýrnsir fleiri, er hún var
•I heimieið frú rithöfundamóti í Helsingfors í Finnlandi i sumar. — Ritstj.