Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 88
86
JÖRÐ
öldina, voru flest jafnvel ennþá listrænni en næsta kynslóð á
undan. Af henni höfðu þau lært, en auk þess liöfðu tilfinningar
þeirra öðlazt meira þanþol en liinna eldri, og þau hin ungu
höfðu einnig rneiri æfingu í að dylja þær. Þau gátu látið taug-
arnar vera eins og undirstrengi á hljóðfæri hugans, gátu látið
þær hljóma eftir vild, svo að ómurinn rétt aðeins heyrðistígegn,
hvort sem þau slógu liina strengina sem í mörukenndum
draurni eða hömruðu á þá hart og kalt. Þá hafði og athugunar-
gáfa þessara skálda æfzt í því í tómleik og ugg skotgrafanna,
að taka eftir hverju smáræði, sem hreyfðist eða heyrðist í kring-
um þau — einnighöfðu þau hlustað eftir áhrifum þessara skynj-
ana af meiri næmleik en nokkur sá maður veit sig hafa til að
bera, sem finnur sig lifa lífinu í tilgangi — við ákveðin störf,
vitandi það, hver ávöxtur Jreirra verður.
Meistari meistaranna í hópi þessara skálda var Ernest He-
mingway, ogsem listamaður hefur liann haft áhrif á bókmennt-
ir flestra þjóða, beinlínis eða óbeinlínis. En J>að, sem hann og
aðrir höfundar hins listræna örvænis höfðu að flytja meðbræðr-
um sínum, var 'létt sem hismi og þungt sem blý: Tómleiki og til-
gangsleysi náttúrunnar og mannlífsins — tilverunnar í heild,
miskunnarleysi mannlegra eðlislögmála—stundum raunar töfr-
andi lífsnautn augnab'liksins við skin villtra elda hvatalífsins,
sjálfgleymi dauðadæmdra mannsbarna, semnjótaandartaksum-
föðmunar á barrni þeirrar grafar, er þau eiga að kviksetjast í.
Já, hugsið ykkur: Hemingway fann sig knúinn til að fara til
Spánar og horfa Jjar á nautaat, af því að liann varð að sannfæra
sig um, hve miklu göfugra það er, hið ótruflaða eðli nautsins,
lieldur en tóreadórsins, sem Iioppar eins og trúður um sviðið
og hlýtur frægð og fé og ástir að launum, og þeirra annarra tví-
fættra lífsvera Jarðarinnar, er telja sig skapaða í mynd og lík-
ingu Guðs; lífsvera, sem skemmta sér við að sjá úthellt á leik-
vangi blóði óspilltra dýra og, ef verkast vill, trúðsins tvífætta,
þegar þær sjálfar í makræði sínu, skinhelgi og lveigulskap hlíf-
ast við að kvelja eða láta kvelja, drepa eða láta drepa, sér til
augnayndis og uppörvunar, meðbræður sína — eins og þeim
hefur verið kennt í helgum fræðum að kalla náunga sinn!
Jafnaldri Hemingtvays, og eins og hann þátttakandi í heims-