Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 93
JÖRÐ
91
þeirra var Willa Cather. Hún var einna fágaðastur stílsnilling-
ur allra bandarískra höfunda, var m-ikill mannþekkjari og bar
djúpa virðingu fyrir viðleitni mannanna til persónulegs þroska
°g þrá þeirra eftir sambandi og samræmi við æðri máttarvöld
b'fsins. Pearl Buck vakti með bókum sínum, Móðirin og Gott
laucl og ennfremur ágætum smásögum, athygli á verðmætum
ogmenningarlegum eiginleikum manna af lituðum kynþáttum
°g benti þar með til þess, hverja möguleika til fjölskrúðugrar
°g beillavænlegrar þróunar manneðlið ætti sér, bvort sem
maðurinn væri hvítur eða blakkur og hvar á Jörðinni sem hann
væri upprunninn, — og Elisabet Madox Roberts frægði sannan
tnanndóm á sannfærandi hátt í skádsögum sínum The Tirne of
Man og The Great Meadow.
Loks vi ég svo minnast allrækilega á hinn tiltölulega unga
böfund, John Steinbeck, sem er nokkum veginn jafnaldri
margra af hinum allra „harðsoðnustu" rithöfundum Banda-
nkjanna, ekki síður snjall listamaður en þeir, en ólíkt fjölþætt-
ari, andlegri og grózkuríkari persónuleiki.
Auðsæ einkenni Steinbecks, þrátt fyrir listrænt jafnvægi og
oft mjög margvíslega tækni, sem nær allt frá heilagri einfeldni
til, að því er virzt gæti, harðsuðu á hæsta stigi, eru djúpur og
niarghliða skilningur lians á mönnunum, samúð hans með
öllum, sem andstætt eiga og trúin á hin jákvæðu öfl mannlegs
eðlis. Jafnvel þ egar hann lýsir ranglæti þjóðfélagsins, fáum við
það á tilfinninguna, að þeir, sem þar standi að, séu ekki neinir
niannbundar, beldur séu þeir orðnir svo sem verkfæri í járn-
klóm skipulags, er raunar var upphaflega skapað af bugsandi
mönnum með að minnsta kosti velferð einhverrar heildar fyrir
augum, en hefur síðan orðið að ófreskju, sem menn hafa misst
tökin á og lilítir blindum lögmálum. í Kátir voru karlar, sem
sunnun virðist ómerkileg saga, full af ósiðlæti og bjánalegu
sprikli og sprelli, skemmtir Steinbeck sér með körlum, sem
htgzt bafa út mitt í þéttbýlinu. Hann lætur koma fram glettni
þeirra, bugkvæmni þeirra og hæfileika til samhjálpar — og ekki
sizt náttúrlega möguleika mannlegs eðlis til lífshamingju. í
rauninni vill Steinbeck sýna í þessari bók, sem mætti vel lieita
ðíannleg náttúra, að þannig hafi mennirnir haft lag á að flækja