Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 30
28
JÖRÐ
AST séra Matthíasar á hinni ungu breiðfirzku björk virðist
enn hafa lifað, er hann var á níræðis-aldri, en var þá, er
hann minntist hennar, nokkrum trega litkuð. Það er og engum
efa orpið, að í því hinu ævintýr-litla ævintýri liefir ást mætt ást,
líkt og Jónas kvað. Slíkt sést ótvírætt í eftirmælum eftir þessa
óskbrúði æsku hans og í enn öðru kvæði, kveðnu við lát hennar,
er kallast Sólveig (eftir seinna nafni hennar). Fyrst má finna
merki fornrar eldhrifni skáldsins af ungfrú Hildi Thorarensen
í „Gamanvísum" til Brynjólfs í Þverárdal, er áður er vikið að.
Eg man örugglega, að skáldið, ásamt konu sinni, gisti Brynjólf
í Þverárdal sumarið 1901. Fóru þau hjónin landveg til Reykja-
víkur. Hann fékk í Þverárdal, sem allir, er þar bar að bæ,
hinar ótrúlegustu rausnar- og höfðings-viðtökur. Hefir hið
hrifgjarna skáld hafizt í hæstu hæðir af hrifni af þeim höfðing-
skap, fjöri og mælsku, er honum var fagnað með á heldur af-
skekktum sveitabæ. Sendi hann Brynjólfi í Þverárdal, í þakk-
lætis skyni, nokkrum mánuðum síðar ljóðabréf. Er það hið
sarna sem þessar „gamanvísur". í þeim sést, að fleira hefir þar
hýrgað og hresst hjarta skáldsins en mjöður og mungát, lostætar
krásir og orðaflaumnr hins fjölorða og skrúðorða gestgjafa.
Ilann minnist jress, er „frábær svanni, ljúf og lítillát“ leið sem
æðri vera inn í stofuna í Þverárdal:
„Flaug í brjósti blíða
betri lífstíða:
sá eg í sal líða
snót yndisfríða."
Og það er, sem skáldið megi ekki til þess hugsa, að sú snót
hrörni af elli né hverfi úr lífsins dal:
„En — sú fald-Freyja
á fold skyldi þreyja
og aldregi hneigja
Elli né deyja.“
Næst minnist skáldið hinnar breiðfirzku munbjarkar sinnar,
er hann kveður eftir hana. Hann getur þess þar, að fundum
þeirra hafi borið saman í Vestmannaeyjum árið 1861. Ekki
getur skáldið — að eg held — þessarar Vestmannaeyja-ferðar