Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 51
JÖRÐ
49
dóttir frá Holtastöðum, ekkja Magnúsar Þorlákssonar á Blika-
stöðum í Mosfellssveit. „Hún var fín,“ kvað séra Stefán Krist-
insson, præp. hon., frá Völlum í Svarfaðardal, að orði um frú
Hildi. Fyrir þessum fínleik liennar er gerð grein hér að framan.
Hún var að því leyti holdi klædd grísk hugsjón, að hún var
kona fögur og góð í senn.
TxÁ er frúin í Þverárdal fór alfari úr Bólstaðarhlíðarhreppi,
var henni fært skrautritað þakkarávarp frá sveitungum
úennar fyrir stuðning hennar við hreppsfélag sitt og sveitunga.
i'yrir bænarstað þeirra kvað Matthías þakkarávarp til Iiennar.
Hefir skáldinu ekki verið slík Ijóðagerð óljúf. Þó að eg dveldist
þá erlendis, er mér kunnugt, að skáldinu var greinilega skýrt
irá, hver hollvættur hin aldna draumadís hans var því hrepps-
félagi, sem hafði þá dvalizt í yfir 20 ár, og af hverjum
ástæðum henni hlotnuðust þar vinsældir. Skáldið sá einnig,
hversu fágætt það var og einkennilegt á þeim tímum, að þessi
menningar- og yfirstéttarkona kaus sér slíkan dvalarstað:
„Firrast göfgu fljóðin
flest á vorri tíð
lífið, þar sem þjóðin
Jireytti lengst sitt stríð.
Hér kaust þú að þreyja,
þola sæld og tap“ o. s. frv.
Þá er henni sveif úr Laxárdal, fluttist hún, sem áður er sagt,
fd sonar síns, Páls sýslumanns, er var hinn nærgætnasti sonur.
Pn fáum árurn fyrir andlát hennar báru hinir máttku straumar
bana öðru sinni vestur á strendur mæðra hennar og móður-
frasnda. Haustið 1912 fluttist hún með syni sínum, Páli sýslu-
manni, til Stykkishólms. Þar átti hún heima þrjú seinustu ævi-
ár sín. Þar ha'fði móðir hennar verið gefin og vígð föður hennar
fyrir rúmum 90 árum. í Stykkishóhni, einhverju hinu fegursta
°g svipmesta kauptúni þessa lands, leit hún aftur dag hvern
binn tignarlega Breiðafjörð. Þar blöstu við henni í fjarska,
bandan við eyjaklasann og eyjafjöldann og hið breiða sjávar-
sund, fjöl'Iin miklu, sem hún lék sér undir á draumadögum lífs
síns og á vori þess.
4