Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 173
JORÐ
171
ekkert „aðskotafólk“! — Ritstj.) Flóttamannaatkvæðin voru
45% af öllu atkvæðamagninu. Fjórir kaupstaðir, þar á meðal
Slésvíkurborg, sýndu hreinan danskan meirihluta.
Við bæjarstjórnarkosningar í Flensborg 13. Október fengu
Danir 33 sæti, Þjóðverjar 6.
SKYLDI þetta svo allt vera gengisfyrirbrigði?
Auðvitað dettur engum í hug að bera á móti því, að stund-
arástæður eigi hér einhverja hönd í bagga. Enda þekkisL ekki
annað um neina stóra hreyfingu. En það verður að neita því af-
dráttarlaust, að þetta sé í einu orði sagt gengisfyrirbrigði. Þessi
stórbrotna hreyfing á sér dýpri rætur.
NÝJUSTU ástæðurnar til hinnar dönusku þjóðernisvakn-
ingar í Suður-Slésvík eru að vísu ekki margra ára:
ójriðurinn, sulturinn og flóltafólkið.
Suður-Slésvíkingar hafa tekið þátt í tveimur heimsstyrjöld-
um, eru orðnir þreyttir á ófriði og þrá frið. Margir þeirra vita,
að danska þjóðin er friðsöm og gera ráð fyrir að fá að njóta frið-
ar, ef þeir komast inn fyrir vébönd liennar.
Að því er sultinn snertir, þá eru ýmsir, sem láta svo sem
dönsku matarbögglarnir til barna í dönskum skólum í Suður-
Slésvík séu nokkurs konar agn. Á þeim bögglum stendur þann-
ig, að við endursameininguna var sá siður upp tekinn að senda
dönskum skólabörnum þar mat að staðaldri, en þau eru flest af
fátæku foreldri. Þessu hefur alltaf verið haldið áfram síðan. 1.
Febrúar 1946, þegar tekið var upp það fyrirkomulag að um-
saskjendur um inntöku í dönsku félögin útfylltu eyðublöð með
ýtarlegum spurningum, var jafnframt ákveðið, að börn þeirra,
et' frá þeim tíma bættust við, fengju ekki matarböggla. Dró þá
ur aðsókninni? Lesandinn man væntanlega, hvað um það atriði
var rætt framarlega í grein þessari.
Af flóttafólki er um 400000 í Suður-Slésvík. Auk hagsmuna-
sjónarmiðsins verður Suður-Slésvíkingum það ósjálfrátt að gera
samanburð: Við erum skyldari Norður-Slésvíkingum en þess-
Um — Þjóðverjum. Norður-Slésvíkingar telja sig danska og eru