Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 36
34
JÖRÐ
send til Kaupmannahafnar, og þaðan var þeim komið með
kaupskipi til Skagastrandar.J)
Þau sýslumannshjónin reistu bú á Geitaskarði í Langadal.
En þá jörð keypti Bjarni sýslumaður af forver sínum í embætt-
inu, Kristjáni Kristjánssyni, er þá var orðinn amtmaður. Hafa
margir sýslumenn Húnvetninga, bæði fyrr á öldum og á síðustu
öld, búið á þessu veðursæla höfuðbóli, og er Bjarni Magnús-
son síðastur þeirra. Virðist það þó eigi hyggilega valið til slíks,
þar sem það er nærri því austast í liinu breiða héraði og er
austan Blöndu. Bagalegur farartálmi ldaut á stundum að verða
að jafn-viðsjálu vatnsfalli. En ekki varð Bjarni sýslumaður lang-
ær í hinu nýja embætti sínu, því að hann varð bráðkvaddur í
bæjardyrum á Geitaskarði, er hann kom frá embættisgerð í
Holtastaðakirkju uppstigningardag 25. maí 1876 („var að
ganga í bæinn,“ segir í fyrr-nefndri „Æviminningu").
í æsku minni lifðu enn margir, er kynnzt höfðu Bjarna
sýslumanni. Eg heyrði Iians aldrei nema að góðu getið, og var
hann kallaður góðmenni, en ekki skörungur. Hafði hann huga
á að koma þar ýmsu góðu til leiðar. Segir í „Æviminningu"
hans, að hann hafi verið „hvatamaður að ýmsum þarflegum
fyrirtækjum“, gerzt t. d. frumkvöðull þess, „að brú var sett á
Laxá, er greinir Skagaströnd og Refasveit".
En það er af ekkju hans, frú Hildi, að segja, að hún hélt
áfram búskap á Geitaskarði þangað til vorið 1886. Veturinn
1879—1880 dvaldist hún í Reykjavík. Svo sagði mér séra Magn-
ús Helgason, að hann hefði þá um veturinn komið heim til
hennar, og rómaði hann mjög alúð hennar og gestrisni.
Þótt frú Hildur lifði nærfellt 30 ár eftir það, er hún fór al-
farin frá Geitaskarði, kom hún þangað að eins einu sinni eftir
brottflutning sinn þaðan. Og í þetta eina skipti fór hún þangað
fyrir bænarstað eins sonar síns. Frá þessu hafa sagt mér gömul
grannkona hennar og skilrík og önnur mætiskona, henni gagn-
kunnug. Bjó hún þó rúmlega 20 ár skammt frá þessu gamla
heimkynni sínu og fyrrverandi eignarjörð.
I) FrA þessum flutningi sagði mér æskuvinur minn, sonur frú Hildar, Brynj-
ólfur f Þverárdal, veturinn 1915—1916, þá er hann lieimsótti mig eitt sinn í
Reykjavík, og reit cg það eftir honum samstundis, sem frá var sagt.