Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 124
122
JÖRÐ
iketil-kviksettum manni, — láta inn til hans kaffiketil til að
storka honum og erta hann! Og Jeremías hágrét. Þetta var
meira en hans tilfinningar þoldu.
Auðvitað stóð hreppstjórinn agndof'a, og allt í einu hélt
hann af stað upp bryggjuna. En einhver var svo hugsunarsam-
ur, að hann kom með heyvisk og tróð inn um opið:
— Það er mýkra hjá þér að liggja á því, sagði hann. — Það er
bara hann fari ekki að rigna. Þú vilt kannski, að ég leggi planka
yfir opið — ha?
— Nei, nei, emjaði Jeremías. — Ég vil komast út!
Maðurinn hopaði á hæl, því það var hörmung að hlusta á
vesalinginn og geta ekkert liðsinnt honum. Jú, hann fór, hinn
miskunnsami Samverji, og kom síðan með öl í lítilli fötu og
rétti hana inn um opið. Svo fór ltann sína leið.
Jeremías var nú sífellt að einhverju bisi og tilraunum. Hann
rétti úr annan handlegginn, hann réttiút báða — og ekki hafði
honum tekizt að losna við þann bláa, — hann stakk út höfðinu
— en það var sama, hvernig hann reyndi: Alltaf stóð á öxlunum
— og þar með var öll viðleitni vonlaus. Hann var búinn að rífa
sundur jakkann sinn á báðum ermum og öxlum. Hann hugsaði
ekki lengur um að skemma ekki fötin sín, og föt kostuðu þó
skildinginn — já, svo langt var hann leiddur, hann Jeremías, að
hann vílaði ekki lengur fyrir sér að eyðileggja verðmæti, sem
voru margra króna virði. Og bæði Bjössi klénsi og Andrés kap-
teinn, sem áttu sinn hlut í sökinni, voru með grátstaf í kverk-
unum, þegar þeir loksins héldu heim.
LOKS var þá enginn eftir á bryggjunni. Jeremías lá þarna í
I gufukatlinum í brúnanáttmyrkri, engin mannleg vera í
nánd við hann — og það var rétt svo, að hann gat legið út af, þeg-
ar hann kreppti sig í hnjáliðunum eins og honum var unnt.
Loksins kom tunglið upp og varpaði daufu skini inn í ketilinn,
og síðla nætur stökk köttur upp í opið og gægðist inn í til Jere-
míasar, var gulbröndóttur fressköttur, sem hann átti hann Elí-
as í Vík, — hann kom, þó að húsbóndi hans hefði ekki látið sjá
sig eða heyra — kom kannski af því, að hann fyrirvarð sig fyrir
EWas. Svo kom sólin upp, var þetta hitasólskin, og þá varð und-