Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 155
r
ATÓMGRAD
Hulduborg Rússlands
Grein þessi birtist í sænska
tímaritinu ALLT, í des. 1946,
og er skrifuð af ritstjórn þess
eftir grein í ameríska tíma-
ritinu ,,Everybody's Digest" og
upplýsingum, er fréttamaður
ALLT í Vínarborg komst yfir
frá tveimur rússneskum flótta-
G
RANT nr. 11931.
monnum.
Gerið nauðsynlegar rdðstajanir til að afla upplýsinga um
kjarnorkusprengjuna stopp nákvœmar skýrslur teikningar út-
reikningar. — Forstjórinn.
Þetta skeyti hafði farið í kring um hálfan hnöttinn á dul-
máli erindneka Ráðstjórnarríkjanna og var komið ti'l „Grants".
Það var miðaldra maður með gráýrótt, liðað hár, góðleg augu
og þunnar varir, en munnsvipurmn var kaldranalegur. Hann
var í ofurstabúningi Rauða hersins og sat í vinnustofu sinni á
annarri hæð í fallegutígu’lsteinshúsirússneskusendisveitarinnar
í Charlotte Street í Ottawa. Á dyrnar var letrað:
NICOLAI ZABOTIN
rússneskur hermálafulltrúi.
Zabotin, sem jafnframt var yfirmaður rússnesku njósnaranna
1 Kanada, hafði aðsetur sitt í hinni svonefndu leynilegu álmu,
en þar var einnig dulmálsdeildin með ótal sjálfvirkum vélum
hl að þýða dulskeytin, stjórnmáladeild hersins, áróðursdeild og
^nenn úr NKVD (leynilögreglu Ráðstjórnarríkjanna). Inn í
þessa álmu var gengið gegnum tvöfaldar dyr úr hertu stáli, og
fyrir hverjum glugga voru skotheld gluggatjö'ld úr sama efni.
Ekki einu sinni oddvita sendisveitarinnar var leyfður frjáls að-
gangur að J>essari álmu.
Ofurstinn las skeytið. Neðst á eyðublaðinu stóð: „Brennist
rafarlaust eftir lesturinn." Hann bar eldspýtu upp að blaðinu
,l meðan það brann til ösku. Síðan hringdi hann á ritara sinn,
fgor Gouzenko, öðru nafni „Clark“, og sagði fyrir, hvað gera
skyldi.
Eabotin var duglegur maður og atorkusamur. Nokkrum
mánuðum síðar, í ágúst 1945, hlaut hann orður Rauðu stjörn-