Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 156
154
JÖRÐ
unnar og Rauða fánans, og auk þess sendi „forstjórinn" honum
svohljóðandi heillaóskaskeyti: „Ég óska yður áframhaldandi
góðs árangurs i yðar ágccta starfi.“
„Forstjórinn" var dulnefnið á aðalstjórn hermálaifréttastof-
unnar í Moskvu, og þegar Zabotin liafði fengið þetta skeyti, gat
liann andað rólega. Hannsneri sér brosandi að einum aðstoðar-
manna sinna, Bogov major, og sagði: „Nú þarf ég ekki 'lengur
að vera hræddur við að fara til Moskvu."
NOKKRUM mánuðum síðar var Igor Gouzenko leiddur
frarn sem vottur í fundarsal dómsmálaráðuneytisins í
Kanada og varð að bera vitni í mesta njósnamáli, sem komið
liefur fyrir í sögu landsins. Hann hafði kosið að skerast úr leik
og ljóstra upp um hina sönnu starfsemi Zabotins og afhjúpa
þetta vel skipufagða njósnakerfi. Sannað var á 22 kanadíska em-
bættismenn, bæði í hernum og utan hans, þar á meðal meðlimi
í Vísindaráði Kanada, sem unnu að kjarnorkurannsóknum, að
þeir höfðu svikið hernaðarleyndarnrál í hendur Ráðstjórnar-
ríkjunum. Flestir þeirra játuðu á sig sökina og voru dæmdir til
langrar fangelsisvistar. Vörðurinn um atomsprengjutilraunirn-
ar var aukinn, en skaðinn var þegar skeður. Mikilvægar upp-
lýsingar um sprengjuna höfðu þegar verið shnaðar til Moskvu.
Dómararnir í Ottawa lögðu megináherzluna á að komast að
því, live langt Rússar væru komnir í tilraunum sínum til að
búa til kjarnorkusprengju. Nokkru eftir að málaferlunum í
Ottawa var lokið, kom svar frá Stalin við þeirri spurningu í
samtali, er hann átti við gamlan blaðamann frá fréttastofu
United Press, Hugh Baillie.
Blaðamaðurinn spurði: „Hafa Ráðstjórnarríkin kjarnorku-
sprengju?" Svar Stalins var blákalt: „Nei.“
í öðru viðtali lét æðsti hershöfðingi Rússa í Ijós, að þýðing
kjarnorkusprengjunnar væri mjög orðum aukin og hún væri
aðallega gerð til að „hræða taugaveiklað fólk.“ En þau umrnæli
koma illa lieim við þá staðreynd, að í fjárhagsáætlun Rússa var
tekin upp hin geysilega fjárhæð, 6,3 miljarðir rúblna, í vís-
indarannsóknir „til að efla fjárhagslega og hernaðarlega valda-
stöðu Ráðstjórnarríkjanna." Og lengst í burtu við Svatofe