Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 140
138
JÖRÐ
lengdar. Állir flokkar og öll blöð í landinu hafa lýst yfir van-
þóknun sinni á lævíslegum laumubrag í sambandi við bókaút-
gáfu, og þeir bókaútgefendur, sem hlut eiga að máli, hafa látið
> þess getið, að óþarflega nrikill úlfaþytur hafi verið um þetta at-
riði, þar eð þeir, jafnskjótt og stríðinu lauk, hafi gert sér far um
að kornast að samkomulagi við hina erlendu rithöfunda. Mér er
líka kunnngt um, að upptaka íslands í Bernarsambandið er nú
til athugunar í utanríkismálaráðuneyti íslands, og ég er þess
fullviss, að Alþingi muni rækja ætternis- og vináttuskyldur vor-
ar við hinar Norðurlandaþjóðirnar með að leysa þetta mál á
viðunandi hátt!....
Að því er mér virtist, vakti þessi yfirlýsing almenna ánægju,
og var málið þegar tekið af dagskrá. Seinna ræddi ég við Jó-
hannes úr Kötlum og hina landa mína á mótinu um það, hvort
ekki mundi viðeigandi, að við, íslenzku þátttakendurnir skrif-
uðum heim og vektum athygli á því, að íslenzka þjóðin, virð-
ingar sinnar vegna, mætti ekki sýna þessu máli skeytingarleysi.
En því miður var ég ekki viðstaddur, þegar sú áskorun var færð
í letur og send af stað.
SÍÐASTA dag mótsins hélt Daninn Ebbe Neergaard fyrirlest-
ur, er nefndist „rithöfundarnir og kvikmyndin“. Að sögn
áheyrenda var hann fróðlegur og vitnaði um talsverða þekk-
ingu á filmtækni. En lítið hafði orðið úr umræðum, enda voru
gestirnir nú farnir að þreytast. Sjálfur var ég ekki viðstaddur,
þar eð „Dagens Nyheter“ hafði beðið mig um blaðagrein um
Reykjavík og síðustu breytingarnar þar. Vikublaðið ,,Vi“, sem
gefið er út í 650000 eintökum, og að líkindum er víðlesnasta
blað Norðurlanda, hafði einnig símað til hótelsins og rætt við
mig um ritgerð frá íslandi. Ég sat því mestan hluta dagsins við
skrifborðið í herberginu mínu, og þ.á fyrst, er leið að loka-
skemmtuninni í ráðhúsinu í Stokkhólmi, hætti ég brugginu og
klæddist veizluskrúða eftir kitlandi fyrirskipunum hégóma-
girninnar.
HIN „Nordiske Folkefest" í ráðhúsinu var ógleymanlegur
viðburður. Hundruð manna þyrptust inn í háan og víð-
áttumikinn sal, sem var skreyttur bjarma frá alls konar kastljós-