Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 148
146
JÖRÐ
var þó ekki sinnt. Nú, mörgum árum síðar, er mér sagt að há-
þrýstikatlar og gufutúrbínur muni vera í pöntun til ríkisverk-
smiðjanna. Er það vel farið. Þá mun og eiga að setja npp stöð,
er vinnur á þessa sama fyrirkomulagi hér í Reykjavík, til þess
að framleiða kraft og hita, þegar hitaveitan er ekki nógu heit
og Sogsstöðin ekki nógu aflmikil, þ. e. a. s. þegar erfiðast er að
fullnægja þörfum bæjarbúa.
Ir ÞESSU sambandi er rétt að benda á, að þeir aðilar, sem fyrir-
huga að byggja dieselstöðvar til rafmagnsframleiðslu, ættu
að hugleiða, hvort ekki væri mögulegt að slá tvær flugur í einu
höggi, ef jafnframt eru miklar þarfir fyrir upphitun, með því
að setja frekar upp gufutúrbínu-rafstöð. Er ég ekki frá því, að
slíkar samstæður kunni oft að reynast hagkvæmari en diesel-
stöðvar. Til að bæta hitahagnýtingu dieselmótora er þó af-
gangshiti þeirra stundum notaður til upphitunar. Þannig er al-
gengt að nota kælivatnið í sundlaugar, en afgangshitaraar geta
og framleitt heitt vatn. Lét ég smíða slíkan hitara handa Siglu-
fjarðarbæ fyrir nokkrum árum og hafa síðan verið smíðaðir þó
nokkrir slíkir hitarar til upphitunar sundlauga annars staðar
um landið.
ÞÓTT ísland sé kola- og eldiviðarlaust land að heita má, þá
er eyðslusemi á hita hér mjög mikil. Og þótt bent sé á
möguleika til þess að spara hitaeyðslu, þá kynoka margir sér við
þann stofnkostnað, sem því er venjulega samfara, svo sem öflun
sjálfvirkra hitastilla og annarra hagnýtra tækja. Þannig munu
allir þeir, sem unnið hafa í síldarverksmiðjum eða fiskimjöls-
verksmiðjum eða athugað þær, hafa tekið eftir hinum mikla
gufumekki, er streymir upp úr þurrkara-reykháfum þeirra. í
þessum gufumekki fer burtu mestur sá hiti, sem falinn var í
kolunum, sem kynnt er. en þau eru mörg tonn á degi hverjum
fyrir hvern þurrkara. Töluverðum hluta af þessum hita geri ég
ráð fyrir að hægt sé að ná til baka sem heitu vatni með tiltölu-
lega mjög einföldu áhaldi, sem ég hef þegar gert teikningar af-
En hvergi virðist vera áhugi til þess að reyna þetta.
Er fróðlegt að fylgjast með því, hve mörg ár það tekur venju-
lega að melta slíkar nýjungar. En eðlilegast virðist, að síldaf-