Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 121
JÓRÐ
119
komið, og kapteinninn tók skjóluna og gekk með hana að
gatinu.
— Það er nú einmitt lóðið, sagði Klénsi, — það er nú það,
sem er áhyggjuefnið okkar Drésa. Það er ljóta íkoman, að eng-
inn skyldi hiugsa út í þetta ofurlítið fyiT!
— Hjálpið þið mér út, hjálpið þið mér út! æpti Jeremías,
hræddur og kvíðinn.
Nú var fólk tekið að safnast saman á bryggjunni. Það var
orðinn fastur vani hjá mörgum, að skjótast ofan á bryggju að
kvöldinu, síðan þessi viðgerð hófst. Það var nú svona: Þetta
var eins og að koma á samkomu, þar sem sýndar voru ýmis
konar íþróttir og sjónhverfingar, og svo var nú þetta, að ýmsir
höfðu á því áhuga, fyrir sakir atvinnu sinnar og lífsafkomu, að
póstbáturinn gæti sem fyrst hafið ferðir sínar á ný.
— Þér hefði staðið það einna hæst, svaraði Bjössi klénsi, —
að hugsa eitthvað um, hvar þetta lenti.
— Þú vissir það vel, þú vissir það vel! æpti Jerenrías.
— Nei, nei, það er nú síður en svo, svaraði Andrés kapteinn.
— Það gáði enginn að því — það lét enginn sér til hugar koma!
Þú verður að taka þessu með stillingu, Jerri minn góður!....
Ha, — heldurðu það sé nú annars víst, að þú getir ekki smogið
ut um gufuopið, Jeremías?
Allir vissu, að Lítil huggun eða uppörvun var fólgin þess-
ari spurningu kapteinsins; varð í rauninni ekki á hana litið,
nema sam hvert annað bull. Það var sjálfsagt hægt að smeygja
krakka gegnum opið — en að hann Jeremías, þó aldrei væri
kann nema smávaxinn. .. . ? Nei, ekki að nefna! En hefði ann-
ars nokkur getað hugsað sér aðra eins fásinnu og þá, að þeir
nryndu hnoðnegla hann inni í katlinum?.... Og nú fór ein-
kver að hlæja. Ha, ha, — í rauninni var þetta meira en lítið hlá-
kgtl Þarna sat Jeremías vélstjóri rólegur svo klukkutímum
skipti inni í gufukatli vélarinnar, sem hann hafði stjórnað ár-
Urn saman; já, sat þar rólegur með sleggju í höndunum, hélt
Vl® einn naglann af öðrum — hnoðnegldi sjálfan sig inni í að
Segja mátti sínum eigin katli, — ja, hvort menn höfðu nokk-
Urn tíma heyrt nokkuð jafnkátlegt?.... Það, sem gerzt hafði,
Þarst nú eins og eldur í sinu á alla næstu bæi, og langt fram á