Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 138
136
JÖRÐ
því, að yfir rökfærslu hans brygði ljósi persónulegra skoðana á
þjóðlífs- og siðferðismálum. Það yrði ekki reiknað neinum til
lasts, þó hann vissi ekki skil á ölium hlutum, en ef ritdómarinn
gerði sér ekki dælt við bókmenntirnar af hégómagirni og al-
vöruleysi og gagnrýni lians væri ávöxturinn af iðni og áhuga, þá
gæti varla hjá því farið, að hann yrði lesandanum mikilsverður
leiðbeinandi til að velja bækur, sem fremur stuðluðu að mennt-
un en afmenntun.
Sjálfur tók ég lítilsháttar þátt í umræðunum þennan dag, en
ekki skal ég verða fjölorður um það, þar eð ég fann enga ástæðu
til að rísa til andófs gegn því er sagt var af þátttakendum móts-
ms. Læt ég mér nægja þessi klausa úr „Morgontidningen": ís-
lendingurinn Bjarni M. Gíslason var beirrar skoðunar, að bók-
menntagagnrýni í eðli sínu væri leiðarvísir og samvizka hinnar
siðferðilegu samvitundar menningarínnar, en leit hins vegar
pannig á, að margir ritdómarar hefðu svikið köllun sína og
þjónað grunnfærri yfirborðshygli natúralismans, sem bvfði
dregið hug manna frá kjarna og eðli hinnar göfgandi skáld-
listar. ...
ÖSTUDAGINN 29. Nóvember var rætt um útbreiðslu
J- bóka, og var aðalumræðumaðurinn formaður rithöfunda-
félagsins danska, Cai M. Woel. Virtist lionurn vera ríkjandi
nokkurt fálm og ráðaleysi um aukningu bókamarkaðarins til
samræmis við bókaflóðið, enda væri bóksalan óvíða byggð á
nægilega öruggum skipulagsgrundvelli. Kom ýmislegt frarn
undir eftirfarandj umræðum, sem vart gat talist bókaútgefend-
um til heiðurs. Þannig var skýrt frá því, hvers vegna þýddir
reyfarar oft væru gerðir að metsölubókum, jafnhliða því, sem
ágæt skáldverk færu á mis við maklega sölu. Bókaútgefendurn-
ir skrifuðu í laumi til bóksalanna og lofuðu þeim allt að helm-
ingi ágóðans af sölu einhverrar bókar, og árangurinn yrði sá,
að sú bók væri í öllum gluggum og í háum stöflum á búðar-
borðinu, en þær bækur, sem minna græddist á, væru hvergi til
sýnist. Auk þess otuðu bóksalarnir alltaf „gróðabókinni“ fram,
þegar fáfróðir kaupendur æsktu leiðbeiningar þeirra.
Þá kom og i ljós, að bókaverzlanir Svía voru hlutfallslega