Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 105
JÖRÐ
103
að imjög til verka sinna, og útgefandi gert bókina hið bezta úr
garði af sinni hálfu. Þetta er fögur bók og eiguleg fyrir allra
hluta sakir.
Bókaflokkur.
Nýir pennar lieitir bókaflokkur, sem Víkingsútgdfan hefur
gefið út á þessu ári. í flokknum eru tíu skáldrit, fimin
skáldsögur og fimm ljóðasöfn, allt eftir íslenzka höf-
tmda, og hafa tvær bækur komið út á mánuði hverjum frá
nýári, skáldsaga og Ijóðabók. Eftir nafninu að dæma mætti
ætla, að þarna væri um að ræða algera nýgræðinga á vettvangi
bókmenntanna, en af skáldsagnahöfundunum eru einungis
tveir, sem ekki hafa gefið út áður skáldrit á íslenzku, þeir
Elías Mar og Jón Björnsson, en Jón Björnsson hefur birt á
dönsku þrjár skáldsögur og fjórar drengjabækur. Aftur á móti
hafa ljóðabókahöfundarnir ekki birt neitt áður í bókarformi,
að einum undanteknum.
Skáldsaga Jóns Björnssonar heitir Heiður œttarinnar. Hún
gerist í sveit á fyrsta áratug þessarar aldar og lýsir viðhorfum
manna við nýjungum í framkvæmdum og árekstrum þeim,
sem verða milli eldri mannanna og hinnar ungu kynslóðar.
Sagan er vel gerð og ber þess vitni, að höfundur kann að forma
sögu, en hún er ekki rismikil. Persónulýsingarnar eru skýrar,
en ekki mjög sérstæðar; frásögnin er látlaus og málíar blátt
afrani, en ber þó þess nokkurn vott, að höfundurinn hefur
''erið langvistum erlendis.
Saga Eliasar Mar, Eftir örstuttan leik, er nútíðarsaga úr
Reykjavík og lýsir ungum námsmanni, sem hefur drabbað,
sptlað og lagt rækt við kvennafar, enda faðir hans látið honum
hí í té til hvers, sem vera skal. Pilturinn er svo einn af þeim, sem
sja ekkert ifram undan nema tilgangsleysi, — er orðinn þreyttur
a dagmálum. Bókin hefst á einskisverðum, leiðinlegum og
v®mnum heimspekiþvættingi — og annað veifið tranar höf-
undur slíku framan í lesandann allt til bókarloka. Ómerkilegu
fólki og ómerkilegum atburðum er lýst oft af lítilli lífsþekk-
lnou> og kernur höfundur upp um skort sinn á raunsæi og lífs-