Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 37
JÖRÐ
35
Frú Hildi fór ólíkt ýmsum embættis- og efnamannaekkjum
1 því, að hún tók sér ekki bólfestu í höfuðstaðnum. Ólst hún
þó, sem fyn' er innt, upp á fjölmennum heimilum og í kaup-
túni og átti á blómaskeiði ævinnar heima í Vestmannaeyjum.
Hún flyzt ekki í kaupstað eða smáþorp fyrr en á áttræðisaldri.
Henni fór í þessu sem móður hennar, er í ekkjudómi sínum
átti um 40 ár heima á Staðarfelli. Um þær mundir fluttust
ekkjur sumra embættismanna til Kaupmannahafnar, lifðu þar
á efnum sínum og auði og á íslenzkum eftirlaunum, er um leið
hurfu snauðri fósturjörðu þeirra og fóru í fjárveltu erlendrar
þjóðar. Sumum þessara hefðarkvenna liafði þó hlotnazt virðing
og veraldargæði, sem land vort fékk framast veitt dætrum sín-
um á þeirn árum. Frú Hildur kýs gagnólíkt. Hún hefir í mörgu
verið lík báðum foreldrum sínum. Hún var lík föður sínum í
sjón. Mér er fyrir barnsminni, hversu mjög mér þótti hún líkj-
ast föður sínum, er eg í stofunni í Þverárdal horfði í senn á
hana og mynd af honum, er þar hékk á vegg.1) Og hún líktist
föður sínum ekki síður en móður sinni í því, að hún- var ekki
fíkin í dvöl í höfuðstaðnum né í andrúmsloft hans.
Þá er frú Hildur Bjarnadóttir brá búi, réðst hún í hús-
mennsku fram að Bollastöðum í Blöndudal. Er sá bær harla
afskekktur, frammi undir reginheiðum. Þá voru tveir bæir
byggðir sunnar, sem báðir eru nú komnir í eyði. Og sennilega
bíður Bollastaða sama hlutskiptið sem jarðanna tveggja fyrir
sunnan. Og færist eyðing byggðar ekki smásaman út eftir
blöndudal, þessum veðursældar- og landkostadal, unz enginn
heyrir þar framar nið Blöndu nema fuglar himins og ferða-
langar, er aka þar um eða reika að sumarlagi og slá þar tjöldum
nótt og nótt? Bíða flestra yðar eða allra yðar sömu örlög, þér
hinir grösugu dalir lands vors, þar sem búið var góðbúum og
stórbúum, lögð stund á lærdóm og þjóðleg fræði, forn og ný?
1) Páll Kolka, héraðslæknir á Blönduósi, minnist á frú Hildi f bréfi til mín
7- nóv. 1946 og segir: „Eg hefi verið að safna húnvetnskum mannamyndum nú á
annað ár og hefi orðið nokkur hundruð þeirra, þar á mcðal tvær myndir af
frú Hildi á mismunandi aldri."------„Er andlitslag hennar og Vigfúsar gamla
á Hlíðarcnda ekki ósvipað, en mynd af honum er í Jörundarsögu dr. Forna."
(Vigfús sýslumaður á Hlíðarenda var föðurfaðir frú Hildar Bjarnadóttur.)
3*