Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 41
JÖRÐ
39
a hvers manns vegi“, sem Þorsteinn Erlingsson kvað, er hann
eitt sinn gisti þar. Þangað komu menn úr öllum stéttum og
stöðum og stöðuleysum, og var öllum vel fagnað og veitt af
hinni mestu rausn, skemmt og fyrir þá sungið og leikið á hljóð-
færi. Fannst Þorsteini Erlingssyni til um fjörið og gleðina.
Hann kvað:
„Að gera sér með gestum kátt
í glaumi og söng er hérna vandi
og með þeim ríða um miðjan slátt.
Margt er skrýtið á Norðurlandi.“
Það er eftirtektarvert, að skáldið dettur á orðið „glaum“, er
hann lýsir viðtökum i Þverárdal, sama orðið, sem Grímur
rhomsen hefir urn móðurföður hans. Á Brynjólfi sönnuðust
orð Hávamála, að
„til góðs vinar
hggja gagnvegir,
þótt hann sé firr farinn."
Hér á ekki heima að lýsa Brynjólfi í Þverárdal rækilega. En
hæta má því við, að hann var frábærlega minnugur, sem hann
atti ættir til. Hann rnundi ekki eingöngu hvern mánaðar- og
vikudag, hvenær sitthvað smávægilegt hafði gerzt á, heldur
mundi hann oft á hverri klukkustund eða jafnvel á hverri
Jnínútu, hvenær ýmislegt bar til tíðinda.
Dr. med. Gunnlaugur Claessen, er var Brynjólfi kunnugur,
minntist hans fyrir skömmu þannig í bréfi til mín: „Af stál-
rninni hans verða vart ofsögur sagðar.“----„Þegar hann kom
úr Hafnarför sinni, sagði hann mér af ýmsum heimsóknum
sínum og lét þess þá getið, svona innan sviga, hve mörg stiga-
þrep hann þurfti að ganga á hverjum stað.“
VI.
ÞÓ að dýrar og tíðar gestkomur að Þverárdal hafi, ef til vill,
stundum bakað frú Hildi áhyggjur, sem eg get þó ekkert
fullyrt um, hefir henni oft verið ánægja að viðræðum við gesti
°g ferðamenn. Hún var kona hóflega og hæfilega á sig komin,
fremur há og granmvaxin. En þótt ekki færi mikið fyrir henni