Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 81
JÖRÐ
79
komst allt á tjá og tundur meðal þeirra, sem hlýddu á fyrirlestr-
ana eða lásu um þá í blöðum og tímaritum. Auðvitað var Freud
daemdur niður fyrir allar hellur í flestum blöðum og í viku- og
manaðarritum, en engin gátu þau á sér setið annað en minnast
a hann, og sum fluttu alllanga útdrætti úr fyrirlestrum hans,
kryddaða með ýkjum og ósannindum, og ýmis rit og blöð fluttu
viðtöl, sem blaðamenn höfðu við hann átt. Prestar og aðrir
P'edikarar ófrægðu liann í kirkjum og fundarsölum, og sumir
töldu hann Dýrið í Opinberunarbókinni. En einmitt með
þessu var óskapleg athygli á honum \akin og öllum þorra
manna gefið einstakt tækifæri til að ifá einhverja nasasjón af
kenningum hans og viðhorfum þeirra við því, sem eitt var talið
mónnum sæmandi af verndurum hinnar gamalensku siðgæðis-
°g bókmenntahefðar.
Fjöldi ungra skáld- og listhneigðra manna varð h-rifinn af
boðskap Freuds, því að í þeirra augum og ifjölmargra annarra
var þarna ekki fyrst og fremst urn að ræða fræðikerfi, heldur
frelsis- og gleðiboðskap, enda varð sú raunin, að fyrirlestrar
I'reuds vöktu þá miklu og máttugu bókmenntaöldu í Banda-
nkjunum, sem reis fyrst gild og sigþung, en skartaði síðan
skrautfaldi. Sú hreyfing, er þessi alda olli í hafi, barst síðan
allt að ströndum Evrópu og vakti þar hræririgar frá yztu nesj-
um og inn í innstu víkur og voga í tvo áratugi — eða allt frá
því laust eftir 1920 og þangað til Bandaríkin voru komin út í
styrjöld þá, sem nú er nýlokið. Þessi mikla alda var þess ljós-
astur vottur, hve fjötruð þau höfðu verið í Bandaríkjunum,
hin skapandi öfl á sviði bókmenntanna — og hve geipilega
áhrifarík heimsókn Sigmund Freuds reyndiist, ekki aðeins ifyrir
Vestmenn, heldur fyrir þjóðir í öllum álfum heims, því að
bandarískra bókmenntaáhrifa hefur gætt ekki aðeins í Evróþu
heldur og í Suður-Afríku, Ástralíu og í Kína — og ef til vill í
fleiri löndum Asíu, þó að ég hafi ekki haft af því fregnir.
Sú breyting, senr upp úr þessu varð á bókmenntum Banda-
tikjanna, var í rauninni gagnger. Viðfangsefnin urðu fleiri en
áður, og viðhorfin við þeim gömlu breyttust — eða hin gömlu
vandamál voru tekin öðrum og listrænni tökum. Um sjálfa