Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 34
32
JÖRÐ
þótt bros lcki á vörum.
Sá eg, hvar saztu i leyni
með sólbrá í augum.
En Jökull og Skor okkur skildu
og skautuðu svörtu.
Skáldið kveður hér undir sama hætti sem faðir draumbrúðar
hans orti stundum undir, t. d. eitt liinna beztu kvæða sinna,
erfiljóðin eftir Svein Pálsson, og eftirmælin eftir mágkonu
sína og móðursystur frú Hildar, Solveigu Bogadóttur Thorar.
ensen. Fyrsta vísuorð þessa saknaðarkvæðis tekur hann úr byrj-
un erfiljóðanna eftir Solveigu Tborarensen.
Kvæði þetta er að einu leyti sem fjöturinn Gleipnir. Það er
í senn slétt og silkimjúkt, traust og sterkt, kveðið í raunum
roðinni kveldkyrrð og aftanró og á þeirri hæð reynslu og
þroska, þar sem að nokkru má meta gildi ástarnautna, ástar-
sælu og ástar-rauna, virða „fornar ástir“ eftir lífs-verðmætum
þeirra, að því leyti sem glapsýnir menn og glámskyggnir fá
vegið þær og virt.
í „Söguköflum" sínurn nefnir skáldið — að eg hygg —
hvergi Hildi Thorarensen. Hann kveðst í Flatey hafa lagt „hug
á stúlku, þótt enginn vissi og sízt hún sjálf“. „Sú ástríða byrjaði,
þegar eg fyrst leit hana augum 1852.“ (Þá var skáldið hér um
bil 17 ára.) Virðist það vera sú ,,ástríða“, er skáldið kveður hafa
varðveitt sig „í margri freistni og innrætti mér óbeit á léttúð-
ugu kvennasýsli“. bætir hann við. — Þessi mær var dóttir snill-
ingsins Sveinbjarnar Egilssonar og hét Valborg. Þær hafa ekki
verið af lágu né smáu bergi brotnar, óskmeyjar skáldsins á
búðarmanns- og verzlunarárum hans. — En hann víkur að því
skömmu áður, að hugtir sinn hafi breytzt, „snerist um hina,x)
sem fjallið, er glóði í kvöldsólinni, fal fyrir sjónum mínum“.1 2)
Eg get, að hér sé átt við Hildi Thorarensen. Var honum þessi
ást þá svo viðkvæm, að hann nefndi eigi nieyna af þeirri sök,
þótt hann gæti hennar við mig?
1) Leturbreytingin i Sögukötlum.
2) Sögukaflar af sjálfum mér," bls. 104—107.