Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 90
88
JÖRÐ
en þorir ekki að hætta á leitina að þeirri lind, heldur gi'eíur
sig svartbrynjuð inn í berg dökkálíá, lengra og lengra, dýpra
og dýpra — svo sem knúin sinni eigin þjáningu og sinni sam-
þjáningu með himum ráðvilltu og píndu mannanna börnum.
Hin yngsta skáldakynslóð í Bandaríkjunum fyrir styrjöld-
ina, sem hófst 1939, fór ýmsar leiðir. Nokkrir fóru veg Dreisers,
og tel ég þar merkastan James Farrel. Hann hefur með tiltölu-
lega lítt fágaðri listtækni lýst á gTÓfgerðan hátt — og stundum
látið fylgja lýsingunum ískaldan hlátur spottarans — ægilegum
veruleik hvatalífsins.
Faulkner hel'ur haft sín áhrif bæði á efnisval, sjónarnrið og
tækni ýmsra hinna yngri skálda, en hann er svo sérstæður, hið
ytra svo rígbundið hinu innra samhengi skáldverksins, að list-
form lrans leiðir gjarnan þá, er vilja hafa hliðsjón af þvi, út í
innihaldslausa stælingu, en hinir, sem reyna að greða skáldvei'k
sitt hliðstæðum kjarna og Faulkner, og láta hann koma fram
á svipaðan hátt og hjá honum, lenda oft út í hugsana- og stemn-
ingaþoku, er lesandanum finnst, að engin dulmögn hafi að
geyma, heldur sé nokkurs konar tæknilegt fyrirbrigði, raunar
meinlaust, en um Leið marklaust. Hins vegar liafa ýmsir þeir
höfundar haft gagn af kynnum sínum aif skáldskap Faulkners,
sem ekki stæla eða reyna að skapa hliðstæður við skáldverk
hans, heldur hafa lagt eyrað við, þar sem hjarta lians slær í
hljóðfalli setninganna, liafa liorft undan handarkrika hans inn
í dulheima og síðan látið tækni hans móta, eðlilega og þeim
ósjálfrátt, áhrif og sýnir, og þá aðeins að því leyti, sem það
hefur samræmzt gáfum, listrænni getu og persónuleik þeirra
sjálfra. ... En miklu ifleiri eru þeir höfundar, sem fetað hafa
í -fótspor Hemingways um listtækni alla og að nokkru um efnis-
val. En þeir hafa ekki yifirleitt getað náð neinu af því í skáld-
skap sinn, sem hefur verið álnifamest í sögum hans. lJeir áttu
ekki þá fáguðu og hnitmiðuðu, en þó að því er virtist látlausu
snilli, sem fram kom hjá honum, þá er liann skrifaði með blóði,
sem streymdi úr vandlega duldum undum í sál hans sjálfs,
liinar ýnrist látlausu eða harðhnjóskulegu lýsingarsínar á mann-
legu umkomuleysi og mannlegum ráðþrotum gagnvart tilver-