Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 47
JÖRÐ
45
an, virtist beiskjulaus og kalalaus. Hún var blíðlynd og blíð-
mál, bæði á bak og brjóst. Hún var hjálpsöm, eins og marka
má af bréfi Elísabetar systur minnar. Hún hjálpaði á fleiri
vegu en þá, að veita fjárþurfa ián. Hún kunni að gefa, rétti að
niönnum silfur og seðla í leyni, auglýsti aldrei gjafir sínar né
góðgerðir_ Hún beiddist einskis, en margir beiddu hana hjálp-
ar> og hún brást jafnan vel við, sem fyrr getur. Þótt hún, sökum
goðs efnahags, hefði getað látið margt eftir sér, veitti hún sér
nndarlega fátt og lítið, nema brýnustu lífsnauðsynjar, undi
glöð við lítið, hafði lag á að láta lítið veita sér ánægju og nautn.
Frúin í Þverárdal þótti stundum dálítið barnaleg. Ef til vill
®a kalla hana barnlynda hyggindakonu, góða fjárgæzlukonu
°g drengilega með „barnfrómt geð“. Þótt „barnfrómur“ sé, að
sunru leyti, óviðfelldið orð, hæfir það vel í þessu efni. Hún
Var á efri árum á ýmsa lund, í háttum og ráði, „snót svinnhug-
uð ‘. Það var sem í henni lifðu þeir englar tveir, er hið mikla
skáld Norðmanna, Wergeland, kallar „den biide Nöjsomhed,
giad Ti!lfredshed“.
I frú Hildi Bjarnadóttur fóru saman virðuleikur í framkomu
ug einfaldleikur í líferni. Stundum var hún þó viðhafnarmikil
í samræðum og skrúðmálug.J)
VII.
L1 N hvað olli nægjusemi hennar og einfaldleik?
•Lj Slíkt mun eigi hafa stafað af neinni veilu né vanheilsu.
Það hefir naumast verið hagsýni ein, sem olli nægjusemi
) Sennilega hefir nokkurt málskrúð tíðkazt á sýslumannssetrinu á Geita-
* atði. Eg ræð það a£ því, að þeir, sem þar áttu heimá, þóttu hátíðlegir í máli.
ru ^Pttn Jónsdóttir segir svo frá í „Minningum" sínum (bls. 227); „Þar heyrði
Jón nokkurn Sveinbjörnsson, skrifara Bjarna Magnússonar, sýslumanns á
maela fyrir minni hans (á: Jóns Pálmasonar, fyrrv. alþingismanns í
t "adal- e* *ns hins mesta auðmanns og stórbónda í Húnaþingi á þeim árum)
jT raj°g skörulegri og skáldlegri ræðu. Og af því að eg liafði þá óskert minni,
s u*t setningar úr henni í huga mér, er voru á þessa leið: „Hér var allt í auðn
ng rústum, þar til þessi geisli sannleikans sólar brauzt fram yfir óruddar hraun-
heimskunnar, á gullvagni gáfnanna og silfurvagni sólarinnar. Ó, heill
fleir' 1 ^álmason, þú reginviður ríkdómsins." Mér cr og minnisstætt, að
trt sýslungar mínir en Jón þessi, sem voru heimamenn Bjarna sýslumanns,
°ru íburðarmiklir í bréfum, viðtali og f ræðustól.