Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 5
JÖRÐ
3
Undi þó einn,
er aðrir börðust,
skrjáfi í skinni
og skomum penna.
Gerðist af gnýr,
unz geirar sungu
og fylkingar fræknar
til foldar hnigu.
Sjálfur sat hann
í sölum inni,
lærður í lögum
lífs og dauða.
Andi innblásinn,
í eldi skírður,
veit vegaskil,
þótt veröld sortni.
Sá hann sýnir
og sagnir skráði,
örlagaóðinn,
sem aldrci fimist.
Enn hefur enginn
íslands hróður
á voldugri sængjuni
víðar borið.
f vað viðsjálan
veiddi marga
illvíg öld
og undirförul,
fargað var frelsi,
föðurland svikið,
stjömum storkað
og Snorri myrtur.
Brestur bölkyngi
bleikar rúnir,
sem ólu illsakir
um aldir fram.
Viti það veröld,
að vori fagna
sáttir samherjar
við sagnaspjöldin.
Enn veitir unað
orðlist Snorra,
stíll Sturlunga
stuðlum skreyttur.
HeiUast hugur,
er háir tindar
sindra sólgljáðir
í svanavötnum.
Lesið skal letur,
unz lögmál skýrast
og duldir dómar
úr djúpi stíga.
Þá mun þjóðum
í þúsundir ára
vaxa víðsýni,
en veröld stækka.
Nam Noregur
við nýja elda
kraftakvæði
og konungasögur,
laut að lindum,
sem lýðum urðu
ögran, aflgjafi
og óskabrunnur.
Enn hafa ættlönd
oki varpað,
risið ramefld
úr rauðri deiglu.
Barg annað betur
bömum þcirra
en hetjuhættir
horfinna alda?
Njót þú, Noregur,
nýrra sigra.
Fagna mun frændþjóð
frama þínum.
Standa að stofni
sterkar rætur.
Vaxi viðir,
unz veröld cyðist.
!•