Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 69
JÖRÐ
67
myrkrinu, af því þeir finna ekki hver annan. — Og af því að svo
víða, víða standa hvítar barnssálir á bak við bláar rúður og
stara út í nóttina, — út í kuldann og dauðann, — af því er þetta
bréf kannski skrifað. Því það er til þeirra allra. — Því hvar sem
tvær slíkar hittast, þar hittast þau Ljósvinur og Ljóshvít, og
hvar sem ein þeirra skelfur af angist niðri í einhverjum kulda-
vasanum, — Þá er það auminginn hún Ljósþrá litla, sem rétt
emu sinni enn hefur verið klófest af einhverjum ljóta skuggan-
um. — En við vitum nú hvernig það fer á endanum. — Og ef
hún nú skyldi sjá þetta bréf á meðan, veit hún nú að henni er
alveg óhætt að þurrka perlutárin úr bláu augunum sínum.---------
um.------
Og þar með lýkur bréfinu l'rá Ljósvin til Ljóshvítar, og á að
sendast frá Ljómastöðum til Geislabæjar, með henni Ljósþrá
litlu í Sólgerði.
í aprílbyrjun 1947.
Láttu ekki ljósið þitt deyja
Lúttu ckki cleyja ljósið, vinur minn:
Myrkrið er við gættina og getur koniist inn.
Myrkrið' er við gættina og gáir að þér.
Margt fær sá að' reyna, sem í myrkrinu er.
Margt fær sá að reyna, sein myrkrið einum nær.
Manstu ekki eftir sögunni, er ég saeði þér í gær?
Manstu ekki eftir sögunni, er sagði ég þér
um útburðinn, sem grætur — af því að myrkrið' sker;
um útburðinn, sem grætur af því móð'ir hans fól
liann undir kvíaveggnum, þar sem aldrei skín sól. —
Láttu ekki deyja ljósið, vinur minn:
Úr gættinni kemst myrkrið máski í huga þinn.
Höfundur smáljóðs þessa var Sveinn Jónsson sá, sem nefndur er í smáklausu
í síðasta hefti JARÐAR. Ekki er það birt hér sein dæmi um skáldskap Sveins,
því ýmislegt orkti hann betur, heldur vegna hins, að það var ritstj. hendi næst
sem eyðuuppfylling. er vel færi á.