Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 101
JÖRÐ
99
er í henni af prentvillum. Framan við hvern flokk er litprentun
af málverki eftir Snorra listmálara Arinbjarnar, en flokkarnir
eru sex. Eru málverkin innblásin af áhrifum frá ljóðum Stefáns.
Ljóð Stefáns höfðu verið gefin út í tiltölulega fáu>m eintökum,
°g t. d. Óður einyrkjans og Heilög kirkja voru í fárra eigu.
kremst í bókinni er ritgerð um Stefán og skáldskap hans eftir
I ómás skáld Guðmundsson, en sú ritgerð er frekar veigalítil
°g surns staðar málum blandað um ýmis atriði — og liggur við,
. að sumt, sem skáldið Tómas segir um Stefán, sé öfugmæli. En
bókin er fögur og eiguleg, og Ijóðin eiga mörg lvver fáa sína
h'ka í ísLenzkum bókmenntum — svo tær er sú tilfinning, sem
þau eru þrungin af, og svo fágað formið. Stefán er vinsælt skáld
°g mörgum hjartfólgið, en jafnalmennra vinsælda hefur hann
ekki notið og æskilegt væri og eðlilegt virðist, og hygg ég, að þar
hafi þaðmiklu valdið um, hve bækur lians hafa verið í fárra
höndum. Nokkur kvæði eru aftast í bókinni, sem ekki liafa
áður birzt í ljóðasöfnum skáldsins.
Kviðlingar og kvæði Káins, þ. e. Kristjáns N. Júliusar, hins
alkunna kímniskálds Vestur-ísLendinga, komu út hjá Bókfells-
útgáfunni 1945. Safnaði prófessor Richard Beck ljóðun-
um, og hann hefur einnig skrifað ritgerð um skáldið, og er
hún birt framan við kvæðin, ásamt nokkrum minningum séra
Haralds Sigmars um kynni hans við hinn sérkennilega ljóða-
smið og sérstæða mann. Það var gott verk að gefa út þetta safn,
en þó hygg ég, að ýmislegt sé í því, sem hefði algerlega mátt
lnissa sig, án þess að þar væri nokkur skaði skeður. Sumt af
kvæðunum er lélegur skáldskapur og virðist ekki hafa að flytja
upplýsíngar um neitt, sem máli geti varðað. Hins vegar er
þarna þó nokkuð af vísum og kvæðum, sem ekki h'afa áður sézt,
en gaman er að — eða eru sérkennileg og ýmist lýsa höfundin-
Urn eða samtíð lians vestra. En hvað sem öðru líður, þá er það
höfuðatriðið, að þarna eru saman koninir í einni bók allir
binir snilldarlegu kviðlingar Káins, sem við höfum lesið eða
heyrt — og nokkrar ágætar vísur í viðbót. Það bezta af kveðskap
hans er engu öðru líkt í íslenzkum skáldskap — og um leið
bráðsnjallt.
7*