Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 161
JÖRÐ
159
verksmiðjunum. Slys eru rnjög fátíð í Oak-RidgeíBandaríkjun-
um, en aftur á móti mjög tíð í Atomgrad. Öryggisráðstafanirn-
ar í Atomgrad eru miklu lélegri en í Bandaríkjunum, og stafar
það nokkuð af fyrirlitningu Rússa fyrir mannslífum, og nokk-
uð af því, að rannsakað er með nýjum og óreyndum aðferðum.
Enda hafa varúðarráðstafanirnar hvað eftir annað brugðizt. Og
„slysið mikla“ lifir enn sem ægileg minning í hugum verka-
manna — þótt stranglega sé bannað að minnast á það.
Þetta mesta slys í sögu Atomgrads varð í Kudjemskaja 23.
apríl 1946. Verið var að skjóta á atomkjarna og þá biluðu varn-
aveggirnir, sem voru úr blýi og steinsteypu. Geislunin komst
út í vatnsgeyminn, sem var rétt hjá, gerði vatnið geislavirkt og
dreifðist út um allt nágrennið. Afleiðingarnar voru hræðilegar,
314 manns létu lífið, þar á nieðal tilraunastjórinn, prófessor
Gantjitsk, og nánasti aðstoðarmaður hans, Þjóðverjinn, pró-
fessor Kemper.
Ostjórnlegur ótti greip verkafólkið í hverfinu, og lagði það á
flótta til Vitim, meira og minna sært og brennt. í fyrstu var
óttazt, að ekki yrði hægt að starfa þarna áfram en innan
skamms kom í ljós, að tjónið var ekki eins gífurlegt og haldið
var. Einn mannanna, sem sendir voru í rannsóknarför inn í
hverfið, hefur sagt svo frá: „Vatnið í geyminum lýsti okkur í
myrkrinu á bakaleiðinni eins og logandi olía. Vatnsborðið
hafði hækkað töluvert og mælitækin sýndu geislaverkanir í
2000 metra fjarlægð."
En eins og gengur varð slysið til að kenna mönnum, sérstak-
lega hvernig ætti að eyða hættulegum geislunum fljótt og vel.
í þessum tilraunum fórust 11 menn í viðbót, þar af 9 þýzkir
stríðsfangar. En 17 dögum síðar var vinna hafin í Kudjem-
skaja á ný, og eftir tæpan mánuð var allt komið í lag aftur.
HVE langt eru Rússarnir komnir? Þeir hafa verið að í tvö
og hálft ár, engilsaxnesku löndin í fjögur. En sé eittthvað
hæft í fregnum þeim, sem á ýmsan hátt hafa síast út frá Atom-
Sfad, hefur Rússunum ekki aðeins tekizt að ná hinum, heldur
eru þeir að sumu leyti komnir lengra.
í Ameríku hefur úranium verið talið nauðsynlegt til kjarn-