Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 62
60
JÖRÐ
þarf svo sem ekki að vera að tefja sig á því, að seilast ofan í vasa
skuggans, til þess. Nei, ó, nei, — það bara kemur fossandi og
flæðir yfir allt og á sama augnabliki þá er enginn skuggi þar
eftir, með kulda í vösunum, — engin agnarögn eftir af neinu
slíku, — það er bara eftir eitt pínulítið, spriklandi glatt geisla-
brot, sem hoppar upp í fangið á mömmu sinni, Ijósflóðinu
mikla. Og ekkert geislabrot í heiminum er eins sælt og tindr-
andi glatt og svoleiðis órabelgur, sem einhver Ijótur skuggi
hefur stungið niður í hræðilegan kuldavasa í fáein augnablik.
Og nú veiztu líka eftir hverju litlu ljóssálirnar voru að bíða
innan við bláu rúðurnar. Þær voru vitanlega að bíða eftir
mömmu sinni — ljósinu, lífinu, ylnum — deginum, sólinni og
vorinu.
III.
OG ÞAÐ kom líka vor þá, — og það kom sól og allt hjalaði og
söng og angaði, — jörðin, himininn og hafið.
Dagarnir urðu 'langir og bjartir og dönsuðu í sólskininu, eða
lauguðu sig í ylregni, úða og dögg. Og næturnar klæddust í
ljósbláa hrímkjóla — dragsíða og daggperluglitrandi,— og stigu,
undurhægt og liljótt, indverskan slæðudans yfir Jörðina. Og
svo, áður en flugurnar fóru á fætur, stukku, bláir, gylltir og
gulrauðir, hlæjandi morgnar ofan úr himninum og þutu með
ofsahraða meðfram endilöngum fjallabrúnunum og sáðu perlu-
gliti, roðaleiftrum og bliksindri yfir grábláu slæðurnar, sem
hinar léttstígu, dansandi nætur þyrluðu yfir höfðum sér og
sveifluðu umhverfis sig, meðan þær með mjúkum, svífandi
danssporum liðu yfir hlíðar og grundir, og út í sólskinið og —
hurfu. — En livert einasta grasstrá á grænum flosfeldi Jarðar-
innar glitraði og blikaði í ljósinu, því yfir alla Jörðina höfðu
dansandi næturnar stráð demöntum sem hrundu utan af ljós-
bláu hrímkjóiunum þeirra.
Svona eru vorin.
Svona man maður vorin.
Kannski er líka eitthvað annað til sem getur verið öðruvísi á