Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 126
124
JÖRÐ
fullu og öllu, konan á hreppinn og tveir — nei, fjórir krakkar,
og svo fæst enginn til að stíga út í dampbátinn — draugagangur,
manneskja, — og vertu nú fljót að þessu, Þrúðal Þú skalt meira
að segja fá glætu á glas, ef þú ert nógu andskoti driftug í þessu!
Það var ekki efinn hjá Elíasi — og Þrúða lét þetta gott heita
— þau þekktust, hann Elli smánin og hún. — Hún rétt aðeins
kíkti með öðru auganu inn um opið á katlinum, og það murr-
aði eitthvað í henni. Svo leit hún á ketilinn, fussaði ofurlítið og
renndi því næst augunum á járnsmíðameistarann, sem stóð
þarna eins og dæmdur mikinn hluta úr dögunum.
— Getið þið ekki dregið hann út um opið a tarna — kringl-
ótt op, sýnist mér? Ef þið drífið ykkur eins og menn, klæðið
hann úr fötunum og smyrjið hann vel úr maskínuolíu, lýsi eða
ósöltuðu sméri, þá getið þið víst togað hann út! O, það held ég!
sagði Þrúða grasakona.
Það var nú einhvern veginn svona: Hún var ekki rík að ver-
aldarauð, hún Þrúða gamla, og ekki var liún sí og æ á kjafta-
þingi í kaffigildum, — bjó ein í kofa í túnfætinum á Teigi, þar
sem sonur hennar var bóndi og hún hafði sjálf búið lengst
sinnar ævi sem ekkja, — en ekki hafði hún fyrr sleppt orðinu
en uppi varð fótur og fit á bryggjunni.
Bjössi klénsi talaði við Jeremías inn um opið og sagði hon-
um, hvað til stæði — það er hún Þrúða grasakona. sem segir
okkur að gera þetta, sagði hann — og þó að Jeremías væri nær
dauða en lífi, þá fór hann að reyna að tína utan af sér fötin, þeg-
ar hann hafði tönnlazt nokkrum sinnum í hálfum hljóðum á
nafni Þrúðu. En það var ekki nokkur leið fyrir hann, svo mátt-
laus sem hann var orðinn, að komast út, því að honum var ónýt
vinstri liöndin. Þar sat kaffiketillinn blái. En svo lét þá Klénsi
sækja fjaðurklippur, og hann skipaði Jeremíasi að reka þann
bláa út um opið. Og nú var Klénsi ekki alveg í vandræðum. Áð-
ur en mínútan var liðin, var hann búinn að klippa í sundur
kaffiketilinn og losa Jeremías úr honum, og svo var nú orðin
mikil alvaran og spenningurinn, að engum af áhorfendunum
stökk bros. Maður þaut af stað eftir feiti, og það stóðst á end-
um, að hann kom niður bryggjuna með bæði koppafeiti, smur-
olíu og lýsi í sömu svifum og Jeremías var að enda við að tína